Norðmaðurinn sagði í morgun að það yrði óvænt úrslit ef Man. United myndi hafa betur í leik liðanna á morgun en efstu tvö liðin mætast á Anfield klukkan 16.30 á morgun. Klopp hreifst ekki af ummælum Solskjærs.
„Ég hef verið í fimm ár á Englandi og United er aldrei litla liðið. Þeir geta ekki verið það og þannig er það bara,“ sagði Klopp í samtali við fjölmiðla. Sá þýski hélt áfram:
„Þeir eru alltaf með gott lið, góða leikmenn og alltaf mjög góða stjóra og þjálfara. Þetta hefur alltaf verið svona og þeir eru á toppi deildarinnar. Þeir geta ekki verið litla liðið.“
'Manchester United are never underdogs!' - Liverpool boss Klopp dismisses Solskjaer's 'upset' claim ahead of Anfield clash https://t.co/3TDpIKy7fU pic.twitter.com/b5l0ViRWNK
— Goal Africa (@GoalAfrica) January 15, 2021
Klopp segir að einbeiting Liverpool fari meira á það hvernig gestirnir munu spila en hvort liðið sé líklegra til þess að vinna eða ekki.
„En við erum á heimavelli og við horfum ekki bara á þá á toppnum og segjum að við séum ólíklegri. Við þurfum að stýra leiknum en yfirleitt breyta þeir um leikaðferð gegn okkur. Þeir spiluðu tíu sinnum með fjóra í vörn og svo gegn RB Leipzig spiluðu þeir með fimm.“
„Kannski munu þeir breyta því. Þetta eru hlutirnir sem við þurfum að hugsa um, en ekki hvort liðið er minna liðið eða ólíklegra til að vinna. Þetta er Liverpool gegn United og það er rosalegur leikur. Hvar sem ég væri í heiminum, myndi ég horfa. Þetta er leikur!“ sagði Klopp spenntur.