Múgurinn réðst inn í þingsalinn um mínútu eftir að Pence var komið út Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 22:00 Mike Pence. GEtty/Saul Loeb Litlu munaði að múgurinn, sem réðst inn í þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, hafi náð til Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Margir áhlaupamannanna heyrðust hrópa að Pence væri svikari á meðan þeir gengu í átt að þingsalnum. Samkvæmt nýjum upplýsingum, sem Washington Post greinir frá, liðu fjórtán mínútur frá því að múgurinn gerði fyrstu tilraun til að ráðast inn í þinghúsið þar til öryggisverðir leiddu Pence út úr þingsal og á öruggan stað. Lífferðir Pence leiddu hann að lokum inn í herbergi skammt frá þingsalnum, þar sem Pence hélt til ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Um mínútu eftir að Pence var komið úr þingsalnum tókst áhlaupamönnum að ráðast inn á aðra hæð salsins. Samkvæmt heimildamönnum Washington Post var herbergið sem Pence hélt til um þrjátíu metrum frá annarri hæð þingsalsins. Þeir segja að hefðu áhlaupamennirnir komist á staðinn nokkrum sekúndum fyrr hefðu þeir séð Pence hlaupa yfir í herbergið og þá vitað hvar hann væri niðurkominn. Lögreglan hafnaði aðstoð þjóðvarðliðsins Spurningar hafa vaknað um það hvers vegna lífverðir Pence, sem eru meðlimir Bandarísku leyniþjónustunnar (e. Secret Service), fylgdu honum ekki úr þingsal fyrr. Mikil hætta hafi steðjað að varaforsetanum og mikið forgangsmál að koma honum í öruggt skjól. Talsmaður leyniþjónustunnar sagði í samtali við Washington Post að varaforsetinn hafi ekki á neinum tímapunkti verið í lífshættu. Lögregla þingsins hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð hennar vegna áhlaupsins. Gagnrýnendur hafa bent á að löggæsla hafi ekki verið nógu góð, ekki nógu margir lögreglumenn á staðnum og hafa myndbönd og myndir litið dagsins ljós þar sem lögreglumenn þingsins sjást opna dyr fyrir áhlaupsmönnum og stilla sér upp fyrir myndatökur. Þá hafnaði lögregla þingsins boði varnarmálaráðuneytisins um aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur mótmælendum. Mótmælendur höfðu skipulagt mótmælin opinberlega á samfélagsmiðlum og margir sagst ætla að ráðast inn í þinghúsið. Þrátt fyrir það afþakkaði lögreglan aðstoð. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. 9. janúar 2021 20:42 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Samkvæmt nýjum upplýsingum, sem Washington Post greinir frá, liðu fjórtán mínútur frá því að múgurinn gerði fyrstu tilraun til að ráðast inn í þinghúsið þar til öryggisverðir leiddu Pence út úr þingsal og á öruggan stað. Lífferðir Pence leiddu hann að lokum inn í herbergi skammt frá þingsalnum, þar sem Pence hélt til ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Um mínútu eftir að Pence var komið úr þingsalnum tókst áhlaupamönnum að ráðast inn á aðra hæð salsins. Samkvæmt heimildamönnum Washington Post var herbergið sem Pence hélt til um þrjátíu metrum frá annarri hæð þingsalsins. Þeir segja að hefðu áhlaupamennirnir komist á staðinn nokkrum sekúndum fyrr hefðu þeir séð Pence hlaupa yfir í herbergið og þá vitað hvar hann væri niðurkominn. Lögreglan hafnaði aðstoð þjóðvarðliðsins Spurningar hafa vaknað um það hvers vegna lífverðir Pence, sem eru meðlimir Bandarísku leyniþjónustunnar (e. Secret Service), fylgdu honum ekki úr þingsal fyrr. Mikil hætta hafi steðjað að varaforsetanum og mikið forgangsmál að koma honum í öruggt skjól. Talsmaður leyniþjónustunnar sagði í samtali við Washington Post að varaforsetinn hafi ekki á neinum tímapunkti verið í lífshættu. Lögregla þingsins hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð hennar vegna áhlaupsins. Gagnrýnendur hafa bent á að löggæsla hafi ekki verið nógu góð, ekki nógu margir lögreglumenn á staðnum og hafa myndbönd og myndir litið dagsins ljós þar sem lögreglumenn þingsins sjást opna dyr fyrir áhlaupsmönnum og stilla sér upp fyrir myndatökur. Þá hafnaði lögregla þingsins boði varnarmálaráðuneytisins um aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur mótmælendum. Mótmælendur höfðu skipulagt mótmælin opinberlega á samfélagsmiðlum og margir sagst ætla að ráðast inn í þinghúsið. Þrátt fyrir það afþakkaði lögreglan aðstoð.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. 9. janúar 2021 20:42 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. 9. janúar 2021 20:42
„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31
Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38