Rooney tók við Derby til bráðabirgða eftir að Phillip Cocu hætti í nóvember. Derby hefur undir stjórn Rooneys aðeins náð að rétta úr kútnum en er enn í 22. sæti, með 19 stig. Með sigri gegn Rotherham, sem er sæti neðar, á morgun geta Rooney og hans menn komist úr fallsæti.
Mel Morris, núverandi eigandi Derby, og tilvonandi eigandinn Sheikh Khaled, tóku þá ákvörðun saman að semja við Rooney um að stýra liðinu næstu árin.
We will be joined by the manager of Derby County for this afternoon's Press Conference shortly.
— Derby County (@dcfcofficial) January 15, 2021
Updates to follow... pic.twitter.com/ufu0zJJrn8
Rooney, sem er 35 ára, kom til Derby sem spilandi aðstoðarþjálfari fyrir rúmu ári síðan eftir tveggja ára dvöl í Bandaríkjunum. Áður gerði hann garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og Everton en hann er markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins og United.
„Þegar ég kom fyrst aftur frá Bretlandi þá var ég yfir mig hrifinn af því sem er til staðar hjá Derby. Leikvangurinn, æfingasvæðið, gæðin í leikmannahópnum og þessir ungu strákar sem eru á uppleið, og auðvitað þessi öflugi stuðningsmannahópur,“ sagði Rooney í dag.
„Þrátt fyrir önnur tilboð þá vissi ég að Derby County væri staðurinn fyrir mig,“ sagði Rooney.