Bandarískt fyrirtæki festir kaup á LS Retail Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 14:48 Magnus Norddahl, forstjóri LS Retail. Mynd/LS Retail Bandaríska fyrirtækið Aptos hefur undirritað samning um kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail sem sérhæfir sig í þróun verslunar- og afgreiðslukerfa. Í tilkynningu frá LS Retail er Aptos sagt vera leiðandi fyrirtæki í tæknilausnum fyrir verslanir og að íslenska fyrirtækið verði starfrækt sem sjálfstæð eining innan Aptos samstæðunnar. Aptos sinni nú yfir þúsund viðskiptavinum sem reka yfir 135 þúsund verslanir í yfir 65 löndum. Fyrirhuguð kaup Aptos fylgja í kjölfar kaupa Goldman Sachs Merchant Banking Division á Aptos á síðasta ári. „Sameiginlega munu Aptos og LS Retail verða enn betur í stakk búin til að veita heildstæðar lausnir og þjónustu fyrir breiðari hóp verslana og þjónustufyrirtækja um allan heim.“ Starfsmenn Aptos eru um 1.250 talsins. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Atlanta í Bandaríkjunum, en auk þess er fyrirtækið með skrifstofur í Evrópu og Asíu. LS Retail er með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Asíu, Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Ameríku. Hjá félaginu starfa um 250 manns. Hugbúnaður LS Retail í yfir 80 þúsund verslunum og veitingastöðum Lausnir LS Retail eru nú seldar og afhentar af samstarfsaðilum LS Retail til yfir 80.000 verslana og veitingastaða í meira en 140 löndum, segir í tilkynningu. Viðskiptavinahópur LS Retail nær meðal annars til tískuverslanakeðja, raftækjaverslana, húsgagnaverslana, veitingastaða, hótela, kaffihúsa, apóteka og bensínstöðva. „Samsettur viðskiptavinahópur fyrirtækjanna tveggja á sér vart hliðstæðu í þessum geira sé litið til markaðshlutdeildar og reynslu þeirra í að sinna verslun og þjónustu.“ Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail, segir að heimsfaraldurinn hafi hraðað breytingum í viðskiptaumhverfinu. „Fyrirtæki þurfa lausnir sem veita þeim þekkingu, innsýn og vissu. Stafvæðing (e. digitalization) er orðin enn brýnni en áður og þörfin fyrir heildstæðar viðskiptalausnir er meira knýjandi en nokkru sinni fyrr. Þarna eru LS Retail og Aptos í fremstu röð, og þessi þróun er tækifæri til að auka markaðshlutdeild fyrirtækjanna og hjálpa fleiri viðskiptavinum um allan heim,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Hlakka til að hraða vexti fyrirtækisins „Það fyllir okkur bjartsýni að Aptos, með sína miklu reynslu hvað varðar umbreytingu í skýjalausnir og samþætta netverslun, hafi valið að fara í samstarf við okkur til að ýta frekar undir vöxt okkar á alþjóðamarkaði,“ segir Magnús. Pete Sinisgalli, forstjóri Aptos, segist hlakka til að vinna með stjórnendum LS Retail að því að hraða frekari vexti fyrirtækisins. „Að fá LS Retail inn í Aptos fjölskylduna gerir okkur betur kleift að skila áþreifanlegum ávinningi til viðskiptavina okkar, þar sem það bætir við okkar þekkingu og auðlindir, fjölgar þeim geirum sem við náum til og víkkar út okkar markaðssvæði.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Verslun Tengdar fréttir Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar. 14. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Aptos sinni nú yfir þúsund viðskiptavinum sem reka yfir 135 þúsund verslanir í yfir 65 löndum. Fyrirhuguð kaup Aptos fylgja í kjölfar kaupa Goldman Sachs Merchant Banking Division á Aptos á síðasta ári. „Sameiginlega munu Aptos og LS Retail verða enn betur í stakk búin til að veita heildstæðar lausnir og þjónustu fyrir breiðari hóp verslana og þjónustufyrirtækja um allan heim.“ Starfsmenn Aptos eru um 1.250 talsins. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Atlanta í Bandaríkjunum, en auk þess er fyrirtækið með skrifstofur í Evrópu og Asíu. LS Retail er með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Asíu, Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Ameríku. Hjá félaginu starfa um 250 manns. Hugbúnaður LS Retail í yfir 80 þúsund verslunum og veitingastöðum Lausnir LS Retail eru nú seldar og afhentar af samstarfsaðilum LS Retail til yfir 80.000 verslana og veitingastaða í meira en 140 löndum, segir í tilkynningu. Viðskiptavinahópur LS Retail nær meðal annars til tískuverslanakeðja, raftækjaverslana, húsgagnaverslana, veitingastaða, hótela, kaffihúsa, apóteka og bensínstöðva. „Samsettur viðskiptavinahópur fyrirtækjanna tveggja á sér vart hliðstæðu í þessum geira sé litið til markaðshlutdeildar og reynslu þeirra í að sinna verslun og þjónustu.“ Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail, segir að heimsfaraldurinn hafi hraðað breytingum í viðskiptaumhverfinu. „Fyrirtæki þurfa lausnir sem veita þeim þekkingu, innsýn og vissu. Stafvæðing (e. digitalization) er orðin enn brýnni en áður og þörfin fyrir heildstæðar viðskiptalausnir er meira knýjandi en nokkru sinni fyrr. Þarna eru LS Retail og Aptos í fremstu röð, og þessi þróun er tækifæri til að auka markaðshlutdeild fyrirtækjanna og hjálpa fleiri viðskiptavinum um allan heim,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Hlakka til að hraða vexti fyrirtækisins „Það fyllir okkur bjartsýni að Aptos, með sína miklu reynslu hvað varðar umbreytingu í skýjalausnir og samþætta netverslun, hafi valið að fara í samstarf við okkur til að ýta frekar undir vöxt okkar á alþjóðamarkaði,“ segir Magnús. Pete Sinisgalli, forstjóri Aptos, segist hlakka til að vinna með stjórnendum LS Retail að því að hraða frekari vexti fyrirtækisins. „Að fá LS Retail inn í Aptos fjölskylduna gerir okkur betur kleift að skila áþreifanlegum ávinningi til viðskiptavina okkar, þar sem það bætir við okkar þekkingu og auðlindir, fjölgar þeim geirum sem við náum til og víkkar út okkar markaðssvæði.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Verslun Tengdar fréttir Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar. 14. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar. 14. febrúar 2019 08:30