Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2021 12:06 Rúmlega fjórtán þúsund færri voru starfandi á vinnumarkaði í október 2020 en í sama mánuði árið 2019. Vísir/Vilhelm Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. Í september á síðasta ári voru rétt rúmlega 183 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði en rétt tæplega 177 þúsund í október og fækkaði því um 2,8 prósentustig milli mánaða. Kreppan á vinnumarkaðnum vegna kórónuveirufaraldursins er hins vegar enn meira áberandi þegar horft er til október árið 2019 og október í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Starfandi á vinnumarkaði milli þessarra tveggja októbermánaða fækkaði um 14.600 manns eða 7,6 prósentustig. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir atvinnuleysi hafa aukist fyrir kórónufaraldurinn en yfirstandandi kreppa væri ójafnaðarkreppu. Formaður Samfylkingarinnar segir að fyrst þurfi að tryggja að þeir sem misst hafi vinnuna komist í gegnum það og svo þurfi að eyða öllu púðri í að fjölga störfum.Vísir/Vilhelm „Það þarf að eyða öllu púðri sem stjórnvöld hafa í að verja heimili sem verða fyrir þessu. En fyrst og fremst þarf að skapa störf. Þar er auðvitað lukilatriði endurreisn lítilla fyrirtækja sem hafa orðið fyrir mestum skaðanum en munu þurfa að leika mjög stórt hlutverk í endurreisninni okkar,“ segir Logi. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum mánuðum þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að fjölga stöfum á komandi misserum og hefur Alþýðusambandið til að mynda sett fram kröfur í þeim efnum. Könnun sambandsins leiddi einnig í ljós að kreppan kemur verst niður á þeim lægst launuðu þar sem flestir hafa misst vinnuna út af kórónuveirufaraldrinum. Logi segir kreppuna einnig koma ver niður á konum en körlum, komi illa niður á ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. „Í fyrsta lagi höfum við bent á að það þarf að tryggja að þetta fólk þoli það að ganga í gegnum þessa kreppu á meðan það fær ekki vinnu. Þá þarf að gera betur. Hins vegar höfum við bent á að það þarf að beita ívilnun og skapa möguleika fyrir lítil fyrirtæki að halda sér gangandi og vaxa. Samhliða því að það þarf að fara markvisst yfir hvar við höfum verið vanhaldin af mannafla í mikilvægum opinberum stofnunum síðustu ár,“ segir Logi Einarsson. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Í september á síðasta ári voru rétt rúmlega 183 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði en rétt tæplega 177 þúsund í október og fækkaði því um 2,8 prósentustig milli mánaða. Kreppan á vinnumarkaðnum vegna kórónuveirufaraldursins er hins vegar enn meira áberandi þegar horft er til október árið 2019 og október í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Starfandi á vinnumarkaði milli þessarra tveggja októbermánaða fækkaði um 14.600 manns eða 7,6 prósentustig. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir atvinnuleysi hafa aukist fyrir kórónufaraldurinn en yfirstandandi kreppa væri ójafnaðarkreppu. Formaður Samfylkingarinnar segir að fyrst þurfi að tryggja að þeir sem misst hafi vinnuna komist í gegnum það og svo þurfi að eyða öllu púðri í að fjölga störfum.Vísir/Vilhelm „Það þarf að eyða öllu púðri sem stjórnvöld hafa í að verja heimili sem verða fyrir þessu. En fyrst og fremst þarf að skapa störf. Þar er auðvitað lukilatriði endurreisn lítilla fyrirtækja sem hafa orðið fyrir mestum skaðanum en munu þurfa að leika mjög stórt hlutverk í endurreisninni okkar,“ segir Logi. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum mánuðum þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að fjölga stöfum á komandi misserum og hefur Alþýðusambandið til að mynda sett fram kröfur í þeim efnum. Könnun sambandsins leiddi einnig í ljós að kreppan kemur verst niður á þeim lægst launuðu þar sem flestir hafa misst vinnuna út af kórónuveirufaraldrinum. Logi segir kreppuna einnig koma ver niður á konum en körlum, komi illa niður á ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. „Í fyrsta lagi höfum við bent á að það þarf að tryggja að þetta fólk þoli það að ganga í gegnum þessa kreppu á meðan það fær ekki vinnu. Þá þarf að gera betur. Hins vegar höfum við bent á að það þarf að beita ívilnun og skapa möguleika fyrir lítil fyrirtæki að halda sér gangandi og vaxa. Samhliða því að það þarf að fara markvisst yfir hvar við höfum verið vanhaldin af mannafla í mikilvægum opinberum stofnunum síðustu ár,“ segir Logi Einarsson.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01
Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24