Félög áhugasöm um að fá Rúnar Alex að láni frá Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 12:00 Rúnar Alex Rúnarsson hefur fengið nokkur tækifæri í búningi Arsenal í vetur, í Evrópuleikjum og deildabikarnum. Getty/Nick Potts Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkmaður í fótbolta, gæti verið á förum frá Arsenal að láni aðeins nokkrum mánuðum eftir komuna til Lundúna frá Dijon í Frakklandi. Hinn virti miðill The Athletic segir að Arsenal sé á höttunum eftir nýjum varamarkmanni nú þegar opið er fyrir félagaskipti í enska boltanum fram að mánaðamótum. Rúnar Alex hefur verið aðalmarkmanninum Bernd Leno til fulltingis, spilað fjóra sigurleiki í Evrópudeildinni og í 4-1 tapinu gegn Manchester City í enska deildabikarnum. Leno stóð hins vegar í markinu í 2-0 sigrinum gegn Newcastle í framlengdum leik í bikarkeppninni um helgina. Arsenal looking to sign No2 GK - permanent if 1st choice gettable (unclear if still Raya) or more likely experienced loan & review in summer. Would enable Runarsson loan for experience (Champ + Euro clubs keen) - always seen by #AFC as a No3 @TheAthleticUK https://t.co/iawWR0VGSH— David Ornstein (@David_Ornstein) January 11, 2021 Rúnar Alex var gagnrýndur fyrir frammistöðuna gegn City, meðal annars ein afar slæm mistök, en samkvæmt The Athletic er ákvörðunin um að lána hann út ekki tekin vegna þess leiks. Arsenal hafi alltaf ætlað sér að hafa Rúnar Alex sem „þriðja markmann“ en ekki tekist að landa hentugum varamarkmanni í haust, eftir brotthvarf Emiliano Martinez. Nú sé unnið að því. The Athletic segir að nokkur félög úr ensku B-deildinni og af meginlandi Evrópu séu áhugasöm um að fá Rúnar Alex að láni. Hann er 25 ára gamall, uppalinn hjá KR, og hafði verið atvinnumaður hjá Nordsjælland í Danmörku í fjögur og hálft ár, og hjá Dijon í Frakklandi í tvö ár, þegar hann gekk í raðir Arsenal. Enski boltinn Tengdar fréttir Gefa félagaskiptum Rúnars Alex falleinkunn Enska götublaðið Daily Mail fór yfir félagaskipti „stóru sex“ liðanna í ensku úrvalsdeildinni nú í síðasta félagaskiptaglugga og gaf einkunn. Þar fá félagaskipti landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar falleinunn. 26. desember 2020 18:46 Rúnar Alex lokaði Twitter-reikningi sínum Rúnar Alex Rúnarsson lokaði Twitter-reikningi sínum eftir 1-4 tap Arsenal fyrir Manchester City í enska deildabikarnum í gær. 23. desember 2020 12:36 Arteta styður við bakið á Rúnari Alex | Myndband Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, varði íslenska landsliðsmarkvörðinn í viðtali eftir 4-1 tap liðsins gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. 22. desember 2020 22:46 City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55 Rúnar Alex í marki Arsenal í fyrsta leiknum fyrir framan áhorfendur Allar líkur eru á því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fá í kvöld sinn þriðja leik með aðalliði Arsenal og það verður líka mikill tímamótaleikur fyrir Lundúnafélagið í þessum kórónufaraldri. 3. desember 2020 09:30 Arteta: Ekki mistök að selja Martinez Mikel Arteta, stjóri Arsenal, kveðst ekki sjá eftir því að hafa selt spænska markvörðinn Emiliano Martinez til Aston Villa í sumar. 8. nóvember 2020 16:30 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Hinn virti miðill The Athletic segir að Arsenal sé á höttunum eftir nýjum varamarkmanni nú þegar opið er fyrir félagaskipti í enska boltanum fram að mánaðamótum. Rúnar Alex hefur verið aðalmarkmanninum Bernd Leno til fulltingis, spilað fjóra sigurleiki í Evrópudeildinni og í 4-1 tapinu gegn Manchester City í enska deildabikarnum. Leno stóð hins vegar í markinu í 2-0 sigrinum gegn Newcastle í framlengdum leik í bikarkeppninni um helgina. Arsenal looking to sign No2 GK - permanent if 1st choice gettable (unclear if still Raya) or more likely experienced loan & review in summer. Would enable Runarsson loan for experience (Champ + Euro clubs keen) - always seen by #AFC as a No3 @TheAthleticUK https://t.co/iawWR0VGSH— David Ornstein (@David_Ornstein) January 11, 2021 Rúnar Alex var gagnrýndur fyrir frammistöðuna gegn City, meðal annars ein afar slæm mistök, en samkvæmt The Athletic er ákvörðunin um að lána hann út ekki tekin vegna þess leiks. Arsenal hafi alltaf ætlað sér að hafa Rúnar Alex sem „þriðja markmann“ en ekki tekist að landa hentugum varamarkmanni í haust, eftir brotthvarf Emiliano Martinez. Nú sé unnið að því. The Athletic segir að nokkur félög úr ensku B-deildinni og af meginlandi Evrópu séu áhugasöm um að fá Rúnar Alex að láni. Hann er 25 ára gamall, uppalinn hjá KR, og hafði verið atvinnumaður hjá Nordsjælland í Danmörku í fjögur og hálft ár, og hjá Dijon í Frakklandi í tvö ár, þegar hann gekk í raðir Arsenal.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gefa félagaskiptum Rúnars Alex falleinkunn Enska götublaðið Daily Mail fór yfir félagaskipti „stóru sex“ liðanna í ensku úrvalsdeildinni nú í síðasta félagaskiptaglugga og gaf einkunn. Þar fá félagaskipti landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar falleinunn. 26. desember 2020 18:46 Rúnar Alex lokaði Twitter-reikningi sínum Rúnar Alex Rúnarsson lokaði Twitter-reikningi sínum eftir 1-4 tap Arsenal fyrir Manchester City í enska deildabikarnum í gær. 23. desember 2020 12:36 Arteta styður við bakið á Rúnari Alex | Myndband Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, varði íslenska landsliðsmarkvörðinn í viðtali eftir 4-1 tap liðsins gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. 22. desember 2020 22:46 City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55 Rúnar Alex í marki Arsenal í fyrsta leiknum fyrir framan áhorfendur Allar líkur eru á því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fá í kvöld sinn þriðja leik með aðalliði Arsenal og það verður líka mikill tímamótaleikur fyrir Lundúnafélagið í þessum kórónufaraldri. 3. desember 2020 09:30 Arteta: Ekki mistök að selja Martinez Mikel Arteta, stjóri Arsenal, kveðst ekki sjá eftir því að hafa selt spænska markvörðinn Emiliano Martinez til Aston Villa í sumar. 8. nóvember 2020 16:30 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Gefa félagaskiptum Rúnars Alex falleinkunn Enska götublaðið Daily Mail fór yfir félagaskipti „stóru sex“ liðanna í ensku úrvalsdeildinni nú í síðasta félagaskiptaglugga og gaf einkunn. Þar fá félagaskipti landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar falleinunn. 26. desember 2020 18:46
Rúnar Alex lokaði Twitter-reikningi sínum Rúnar Alex Rúnarsson lokaði Twitter-reikningi sínum eftir 1-4 tap Arsenal fyrir Manchester City í enska deildabikarnum í gær. 23. desember 2020 12:36
Arteta styður við bakið á Rúnari Alex | Myndband Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, varði íslenska landsliðsmarkvörðinn í viðtali eftir 4-1 tap liðsins gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. 22. desember 2020 22:46
City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55
Rúnar Alex í marki Arsenal í fyrsta leiknum fyrir framan áhorfendur Allar líkur eru á því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fá í kvöld sinn þriðja leik með aðalliði Arsenal og það verður líka mikill tímamótaleikur fyrir Lundúnafélagið í þessum kórónufaraldri. 3. desember 2020 09:30
Arteta: Ekki mistök að selja Martinez Mikel Arteta, stjóri Arsenal, kveðst ekki sjá eftir því að hafa selt spænska markvörðinn Emiliano Martinez til Aston Villa í sumar. 8. nóvember 2020 16:30