Rætt við fleiri en Pfizer um rannsókn á hjarðónæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 11. janúar 2021 06:58 Bólusetning með bóluefni Pfizer hófst hér á landi í lok desember. Vísir/Vilhelm Rætt hefur verið við nokkra framleiðendur bóluefnis gegn kórónuveirunni um þá hugmynd að Ísland verði einskonar tilraunaverkefni til að rannsaka hjarðónæmi heillar þjóðar. Þegar hefur verið greint frá viðræðum þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar við lyfjarisann Pfizer, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur einnig verið rætt við fleiri aðila um svipaðar hugmyndir. Ekki er þó greint frá því í frétt blaðsina hvaða fyrirtæki um ræðir og raunar er þess heldur ekki getið hvaða aðilar hér á landi hafi átt í slíkum viðræðum. Viðræðurnar við Pfizer munu vera lengst komnar og mun það skýrast í vikunni. Þegar hefur verið greint frá því að Pfizer hafi samið við Ísraela um að þeir taki þátt í tilraunaverkefni. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, það ekki útiloka að lyfjafyrirtækið gangi til samninga við íslensk stjórnvöld. „Málið er ekki dautt, það er það eina sem ég vil segja,“ sagði Kári. Þá væri Ísrael að hjálpa Pfizer að ná í allt aðrar upplýsingar en Ísland myndi gera. „Mér sýnist að það sem Ísraelar ætli að gera sé að kanna hvort að það sé hægt að hafa lengri bil á milli annars og fyrsta skammtar af bóluefni Pfizer og síðan að veita þeim upplýsingar um útkomuna úr bólusetningunni almennt.“ Á hinn boginn hefðu Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagt til rannsókn sem kanni hjarðónæmishugtakið og reyna að sýna fram á að það sé meira heldur en kenning. „Það sem við erum að leggja til við þá er tiltölulega einföld tilraun til að reyna að skilja það hvernig maður getur kveðið í kútinn svona veiru án þess að bólusetja alla þjóðina. Það hefur í rauninni enginn sýnt fram á hverjar þessar stærðir eru í hjarðónæminu.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þegar hefur verið greint frá viðræðum þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar við lyfjarisann Pfizer, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur einnig verið rætt við fleiri aðila um svipaðar hugmyndir. Ekki er þó greint frá því í frétt blaðsina hvaða fyrirtæki um ræðir og raunar er þess heldur ekki getið hvaða aðilar hér á landi hafi átt í slíkum viðræðum. Viðræðurnar við Pfizer munu vera lengst komnar og mun það skýrast í vikunni. Þegar hefur verið greint frá því að Pfizer hafi samið við Ísraela um að þeir taki þátt í tilraunaverkefni. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, það ekki útiloka að lyfjafyrirtækið gangi til samninga við íslensk stjórnvöld. „Málið er ekki dautt, það er það eina sem ég vil segja,“ sagði Kári. Þá væri Ísrael að hjálpa Pfizer að ná í allt aðrar upplýsingar en Ísland myndi gera. „Mér sýnist að það sem Ísraelar ætli að gera sé að kanna hvort að það sé hægt að hafa lengri bil á milli annars og fyrsta skammtar af bóluefni Pfizer og síðan að veita þeim upplýsingar um útkomuna úr bólusetningunni almennt.“ Á hinn boginn hefðu Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagt til rannsókn sem kanni hjarðónæmishugtakið og reyna að sýna fram á að það sé meira heldur en kenning. „Það sem við erum að leggja til við þá er tiltölulega einföld tilraun til að reyna að skilja það hvernig maður getur kveðið í kútinn svona veiru án þess að bólusetja alla þjóðina. Það hefur í rauninni enginn sýnt fram á hverjar þessar stærðir eru í hjarðónæminu.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira