Tyrkneski framherjinn hefur fengið fá tækifæri í fremstu víglínu Everton á tímabilinu en hann fékk tækifærið í dag. Hann þakkaði traustið og var búinn að skora eftir tíu mínútur.
Í fagninu setti Tyrkjinn hendurnar og fingurnar í loftið. Einhverjir vildu meina að þarna væri Tosun að styðja við Gráu úlfana. Gráu úlfarnir eru samtök tyrkneskra fasista en í árás þeirra myrtu þeir meðal annars hundrað manns í Alveis í Maras í desember árið 1978.
Wow if this is what it looks like Cenk Tosun should never play in an Everton shirt again. This club and this city have history fighting fascism, can't let it seep in through the back door. pic.twitter.com/vC5eERFLPa
— Josh Simpson (@Josh_Simpson94) January 9, 2021
Margir settu spurningarmerki við fagnið um leið en í samtali við The Athletic segja forráðamenn félagsins að það hafi ekki verið áætlun Tyrkjans að styðja við hreyfinguna með fagni sínu.
Hann vissi ekki einu sinni af tilvist þessara öfgakennda hóps. Hann hafi einfaldlega verið að benda upp í loftið og þakka fyrir að hafa komið Everton yfir en þeir unnu að lokum eftir framlengdan leik.
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðustu 25 mínúturnar í venjulegum leiktíma sem og framlenginguna en sigurmark Everton kom í uppbótartíma framlengingarinnar.
Cenk Tosun denies celebration in Rotherham clash was politically motivated https://t.co/azpJCM5Ywm
— MailOnline Sport (@MailSport) January 9, 2021