Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2021 21:34 Bólusetning við Covid-19 hófst hér á landi þann 29. desember. Von er á næsta skammti bóluefnis Pfizer og BioNTech í kringum 20. janúar næstkomandi. Vísir/Vilhelm Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. Eitthvað hefur borið á áhyggjum um aðgengi Íslendinga að bóluefni en þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi tryggt sér skammta frá þremur mismunandi framleiðendum hefur ríkt óvissa um afhendingartíma bóluefnanna. Bergström, sem starfar sem eins konar umboðsmaður Íslands, Svíþjóðar og Noregs gagnvart bóluefnasamstarfi ESB, sagði í kvöldfréttum RÚV að tæplega 1,2 milljónir skammta hafi nú verið eyrnamerktir Íslandi. Greint frá því í gær að Ísland eigi von á tvöfalt stærri skammt af bóluefni Pfizer og BioNTech en gert var ráð fyrir í kjölfar viðbótarsamnings ESB við framleiðendurna. Áætlað er að fjórðungur þessara skammta eigi eftir að skila sér fyrir sumarið. Þar að auki er bóluefni Moderna komið með markaðsleyfi hér á landi og von er á um þúsund skömmtum af því í næstu viku. Framleiðslugeta eigi eftir að margfaldast Bergström segir að útlit sé fyrir að hlutirnir muni gerast hratt í vor. „Það eru vonandi að koma fimm bóluefni, núna í vor, það þýðir að um mitt sumar verður bólusetningu lokið á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og öllum Evrópusambandsríkjunum,“ sagði hann í kvöldfréttum RÚV. Þá sagði hann að þrátt fyrir að það hafi gengið hægt að fá bóluefni til landsins fram að þessu eigi hann von á því að flæðið fari að aukast töluvert. Vísar hann þar til að mynda til þess að útlit sé fyrir að framleiðslugeta Pfizer muni tvöfaldast eða þrefaldast í mars. Þar að auki telur hann að ESB veiti bóluefni Astra Zeneca og Oxford-háskóla markaðsleyfi í lok janúar en íslensk stjórnvöld eiga von á tæplega 70 þúsund skömmtum af því bóluefni í mars. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55 Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Eitthvað hefur borið á áhyggjum um aðgengi Íslendinga að bóluefni en þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi tryggt sér skammta frá þremur mismunandi framleiðendum hefur ríkt óvissa um afhendingartíma bóluefnanna. Bergström, sem starfar sem eins konar umboðsmaður Íslands, Svíþjóðar og Noregs gagnvart bóluefnasamstarfi ESB, sagði í kvöldfréttum RÚV að tæplega 1,2 milljónir skammta hafi nú verið eyrnamerktir Íslandi. Greint frá því í gær að Ísland eigi von á tvöfalt stærri skammt af bóluefni Pfizer og BioNTech en gert var ráð fyrir í kjölfar viðbótarsamnings ESB við framleiðendurna. Áætlað er að fjórðungur þessara skammta eigi eftir að skila sér fyrir sumarið. Þar að auki er bóluefni Moderna komið með markaðsleyfi hér á landi og von er á um þúsund skömmtum af því í næstu viku. Framleiðslugeta eigi eftir að margfaldast Bergström segir að útlit sé fyrir að hlutirnir muni gerast hratt í vor. „Það eru vonandi að koma fimm bóluefni, núna í vor, það þýðir að um mitt sumar verður bólusetningu lokið á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og öllum Evrópusambandsríkjunum,“ sagði hann í kvöldfréttum RÚV. Þá sagði hann að þrátt fyrir að það hafi gengið hægt að fá bóluefni til landsins fram að þessu eigi hann von á því að flæðið fari að aukast töluvert. Vísar hann þar til að mynda til þess að útlit sé fyrir að framleiðslugeta Pfizer muni tvöfaldast eða þrefaldast í mars. Þar að auki telur hann að ESB veiti bóluefni Astra Zeneca og Oxford-háskóla markaðsleyfi í lok janúar en íslensk stjórnvöld eiga von á tæplega 70 þúsund skömmtum af því bóluefni í mars.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55 Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27
Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55
Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20