Áhyggjuefni hve mikið smituðum hefur fjölgað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2021 16:15 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það kveikja á viðvörunarbjöllum að greindum kórónuveirusmitum hafi fjölgað núna eftir áramót. Tíu greindust með veiruna innanlands í gær en tveir daginn þar áður. Níu af þessum tíu voru í sóttkví. „Við höfum alltaf áhyggjur þegar tölurnar stökkva upp og það kveikir alltaf á viðvörunarbjöllum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þó jákvætt hve margir þeirra sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. Mun fleiri hafa greinst smitaðir af veirunni við landamærin en innanlands frá áramótum. Frá 3. janúar hafa 69 greinst á landamærunum en 42 innanlands. Víðir segir það sem hann hafi mestar áhyggjur af núna, og að það sem greinist við landamærin smitist innan landsins. „Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af núna og sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann reifar hugmyndir sínar um hvernig er hægt að herða tökin á landamærunum,“ segir Víðir. „Við sjáum neyðarástandið í löndunum í kring um okkur. Í Bretlandi, Danmörku og víða í Evrópu er nánast algjört neyðarástand í gangi. Við viljum auðvitað verja okkur eins og hægt er og vonandi fá þessar tillögur sóttvarnalæknis umræðu,“ segir Víðir. Margir koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt Hann segir það hafa verið áskorun að fá fólk til þess að skilja hvað felist í aðgerðum sem eru í gildi á landamærum. Undanfarinn mánuð hafa fáir nýtt sér fjórtán daga sóttkví, eða um 30, og segir Víðir suma eiga erfitt með að skilja tilmælin. Tilmæli yfirvalda séu gefin út á átta tungumálum en margir komi til landsins sem ekki hafa þau tungumál sem móðurmál og hefur því verið aukið eftirlit með þeim sem hafa komið til landsins. „Við sjáum bara hversu miklu samstaðan hjá íslensku þjóðinni hefur skilað í baráttunni en á sama tíma sjáum við aðrar þjóðir þar sem það hefur ekki náðst. Við sjáum það hjá fólki sem kemur frá þeim löndum að það kannski telur að það geti hegðað sér á Íslandi eins og það hegðaði sér heima hjá sér. Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki að við erum komin með aðra menningu í þessu hér,“ segir Víðir. Hann segir flesta þá sem eru nú að koma til landsins koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt og því sé nauðsynlegt að brýna sóttvarnareglur fyrir fólki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35 Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
„Við höfum alltaf áhyggjur þegar tölurnar stökkva upp og það kveikir alltaf á viðvörunarbjöllum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þó jákvætt hve margir þeirra sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. Mun fleiri hafa greinst smitaðir af veirunni við landamærin en innanlands frá áramótum. Frá 3. janúar hafa 69 greinst á landamærunum en 42 innanlands. Víðir segir það sem hann hafi mestar áhyggjur af núna, og að það sem greinist við landamærin smitist innan landsins. „Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af núna og sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann reifar hugmyndir sínar um hvernig er hægt að herða tökin á landamærunum,“ segir Víðir. „Við sjáum neyðarástandið í löndunum í kring um okkur. Í Bretlandi, Danmörku og víða í Evrópu er nánast algjört neyðarástand í gangi. Við viljum auðvitað verja okkur eins og hægt er og vonandi fá þessar tillögur sóttvarnalæknis umræðu,“ segir Víðir. Margir koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt Hann segir það hafa verið áskorun að fá fólk til þess að skilja hvað felist í aðgerðum sem eru í gildi á landamærum. Undanfarinn mánuð hafa fáir nýtt sér fjórtán daga sóttkví, eða um 30, og segir Víðir suma eiga erfitt með að skilja tilmælin. Tilmæli yfirvalda séu gefin út á átta tungumálum en margir komi til landsins sem ekki hafa þau tungumál sem móðurmál og hefur því verið aukið eftirlit með þeim sem hafa komið til landsins. „Við sjáum bara hversu miklu samstaðan hjá íslensku þjóðinni hefur skilað í baráttunni en á sama tíma sjáum við aðrar þjóðir þar sem það hefur ekki náðst. Við sjáum það hjá fólki sem kemur frá þeim löndum að það kannski telur að það geti hegðað sér á Íslandi eins og það hegðaði sér heima hjá sér. Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki að við erum komin með aðra menningu í þessu hér,“ segir Víðir. Hann segir flesta þá sem eru nú að koma til landsins koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt og því sé nauðsynlegt að brýna sóttvarnareglur fyrir fólki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35 Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35
Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46
Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59