Eigandi Sporthússins segir reksturinn ekki standa undir sér: „Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 20:26 Líkamsræktarstöðvum verður heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum þann 13. janúar. VÍSIR Eigandi Sporthússins segir rýmkun á sóttvarnareglum hjálpa við að lágmarka tjónið sem líkamsræktarstöðvar hafa orðið fyrir. Reksturinn standi þó ekki undir sér. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að líkamsræktarstöðvum verði heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum miðvikudaginn 13. janúar. Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. „Ég er glaður að fá að opna, gera eitthvað og taka á móti fólki en var að sjálfsögðu að vona að maður fengi meira svigrúm og gæti opnað tækjasalinn aftur.“ Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar fagnar einnig rýmkuðum reglum. „Þau leggjast vel í mig. Það er ánægjulegt að fá að opna aftur eftir þriggja mánaðar lokun þannig það er bara hið besta mál.“ Svona hafa líkamsræktarstöðvar verið síðustu mánuði, mannlausar.vísir/getty Reglurnar skjóti skökku við Þröstur segir sumar reglur skjóta skökku við. „Ég skil ekki alveg rökin á bak við það að búningsklefar í sundlaugum megi vera opnir en ekki í líkamsræktarstöðvum,“ segir Þröstur. „Það er verið að heimila nánast allar íþróttir með snertingu og fleira en tækjasalir mega ekki opna. Ég skil þetta ekki alveg.“ Björn Leifsson, eigandi World Class hefur gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og telur líkamsræktarstöðvar vel í stakk búnar til að sinna sóttvörnum. Þungur róður Þröstur segir reksturinn ekki standa undir sér. „Reksturinn stendur ekki undir sér en þetta verður kannski betra en þegar allt var lokað. Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það. Eins að svara viðskiptavinum og starfsmönnum þetta er orðið svolítið erfitt fyrir marga að geta ekki komið til vinnu og sótt sitt annað heimili, því líkamsræktarstöðvar eru fyrir marga þeirra anað heimili,“ segir Þröstur. Ágústa segir gott að þurfa ekki að bíða lengur. „Þetta er eins og það er. Við erum auðvitað í heimsfaraldri og það er ekkert við því að segja. Við þurfum bara að gera það besta í þessari stöðu sem við erum í og það er mjög ánægjulegt að við fáum að opna aftur. Við erum komin með grænt ljós frá sóttvarnalækni og höfum beðið eftir því mjög spennt.“ „Það er betra að það sé núna heldur en að maður þurfi að bíða lengur. Það er enn janúar og við skipuleggjum okkar starf eins vel og við getum þannig að við getum fengið okkar meðlimi og leyft fólki að komast á góða æfingu og stuðla að sinni góðu heilsu,‘‘ segir Ágústa. Rætt var við Ágústu í kvöldfréttum Stöðvar2 í dag. Viðskiptavinir spenntir Hún segir hljóðið í viðskiptavinum gott. „Við höfum fengið mikil viðbrögð í dag og fólk er spennt að komast á sín námskeið og í sína tíma. Við erum bara á fullu að skipuleggja þetta allt saman og koma þessu í gott horf fyrir miðvikudaginn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilsa Tengdar fréttir Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að líkamsræktarstöðvum verði heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum miðvikudaginn 13. janúar. Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. „Ég er glaður að fá að opna, gera eitthvað og taka á móti fólki en var að sjálfsögðu að vona að maður fengi meira svigrúm og gæti opnað tækjasalinn aftur.“ Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar fagnar einnig rýmkuðum reglum. „Þau leggjast vel í mig. Það er ánægjulegt að fá að opna aftur eftir þriggja mánaðar lokun þannig það er bara hið besta mál.“ Svona hafa líkamsræktarstöðvar verið síðustu mánuði, mannlausar.vísir/getty Reglurnar skjóti skökku við Þröstur segir sumar reglur skjóta skökku við. „Ég skil ekki alveg rökin á bak við það að búningsklefar í sundlaugum megi vera opnir en ekki í líkamsræktarstöðvum,“ segir Þröstur. „Það er verið að heimila nánast allar íþróttir með snertingu og fleira en tækjasalir mega ekki opna. Ég skil þetta ekki alveg.“ Björn Leifsson, eigandi World Class hefur gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og telur líkamsræktarstöðvar vel í stakk búnar til að sinna sóttvörnum. Þungur róður Þröstur segir reksturinn ekki standa undir sér. „Reksturinn stendur ekki undir sér en þetta verður kannski betra en þegar allt var lokað. Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það. Eins að svara viðskiptavinum og starfsmönnum þetta er orðið svolítið erfitt fyrir marga að geta ekki komið til vinnu og sótt sitt annað heimili, því líkamsræktarstöðvar eru fyrir marga þeirra anað heimili,“ segir Þröstur. Ágústa segir gott að þurfa ekki að bíða lengur. „Þetta er eins og það er. Við erum auðvitað í heimsfaraldri og það er ekkert við því að segja. Við þurfum bara að gera það besta í þessari stöðu sem við erum í og það er mjög ánægjulegt að við fáum að opna aftur. Við erum komin með grænt ljós frá sóttvarnalækni og höfum beðið eftir því mjög spennt.“ „Það er betra að það sé núna heldur en að maður þurfi að bíða lengur. Það er enn janúar og við skipuleggjum okkar starf eins vel og við getum þannig að við getum fengið okkar meðlimi og leyft fólki að komast á góða æfingu og stuðla að sinni góðu heilsu,‘‘ segir Ágústa. Rætt var við Ágústu í kvöldfréttum Stöðvar2 í dag. Viðskiptavinir spenntir Hún segir hljóðið í viðskiptavinum gott. „Við höfum fengið mikil viðbrögð í dag og fólk er spennt að komast á sín námskeið og í sína tíma. Við erum bara á fullu að skipuleggja þetta allt saman og koma þessu í gott horf fyrir miðvikudaginn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilsa Tengdar fréttir Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20