Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á fréttirnar hér.
Við verðum í beinni útsendingu úr miðbænum en bareigendur eru ósáttir við að tilslakanir nái ekki til þeirra. Þá heyrum við í framkvæmdastjóra Hreyfingar um væntanlegt fyrirkomulag í líkamsræktarstöðvum sem heimilt verður að opna í næstu viku.
Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings gætu ákært Donald Trump forseta til embættismissis strax eftir helgi vegna meints uppreisnaráróðurs. Farið verður yfir stöðuna vestanhafs í kvöldfréttum.
Einnig verður rætt við konu sem varð fyrir hnífstunguárás á heimili sínu síðasta sumar. Hún telur kerfið hafa brugðist þar sem maðurinn gekk laus þrátt fyrir að stuttu áður framið aðra alvarlega líkamsárás. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í héraðsdómi í dag.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.