Neyðarástandi lýst yfir í London Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 15:55 Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. AP/Frank Augstein Ráðamenn í London hafa lýst yfir neyðarástandi af ótta við að sjúkrahús í borginni ráði ekki við þá fjölgun sjúklinga sem tengd er við nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar. Á rúmri viku hefur sjúklingum í London sem þurft hafa í öndunarvél fjölgað úr 640 í 908 eða um 42 prósent. Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. Sjúkraflutningamenn eru einnig búnir að vera undir gífurlegu álagi vegna ástandsins. Samkvæmt frétt Reuters hafa þeir farið allt að níu þúsund ferðir á dag að undanförnu. Hefðbundinn en annasamur dagur felur í sér um það bil 5.500 ferðir. Reuters hefur eftir að Khan að í hlutum borgarinnar sé einn af hverjum tuttugu smitaður af veirunni. Neyðarástandsyfirlýsingin felur í sér að borgaryfirvöld geta leitað til ríkisstjórnar Bretlands eftir frekari aðstoð. Í viðtali við Sky News sagði Sadiq Khan, borgarstjóri, að faraldurinn væri stjórnlaus. Hann sagðist vita að íbúar London væru búnir að færa miklar fórnir en bað þá um að vera eins mikið heima og mögulegt væri á næstunni. Að fara ekki úr húsi nema það væri ekki hjá því komist. „Verið heima til að vernda ykkur sjálf, fjölskyldu ykkar, vini og aðra íbúa London og til að vernda NHS,“ sagði Khan. NHS er heilbrigðiskerfi Bretlands. Khan sagðist sömuleiðis aldrei hafa haft eins miklar áhyggjur vegna faraldursins og nú. There s no doubt that we re facing the most dangerous moment yet in this pandemic.The truth is I ve never been more concerned than I am right now. At this critical moment for our city - I implore Londoners to please stay at home.pic.twitter.com/LAQa7mbIrM— Sadiq Khan (@SadiqKhan) January 8, 2021 Bretar óttast að bóluefni virki ekki á þetta nýja afbrigði, sem dreifist mun auðveldar á milli manna. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur þó gefið út rannsókn þar sem því er haldið fram að bóluefni fyrirtækisins og BioNTech í Þýskalandi virki gegn afbrigðinu. Sú rannsókn hefur ekki verið yfirfarinn af öðrum vísindamönnum enn. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. Sjúkraflutningamenn eru einnig búnir að vera undir gífurlegu álagi vegna ástandsins. Samkvæmt frétt Reuters hafa þeir farið allt að níu þúsund ferðir á dag að undanförnu. Hefðbundinn en annasamur dagur felur í sér um það bil 5.500 ferðir. Reuters hefur eftir að Khan að í hlutum borgarinnar sé einn af hverjum tuttugu smitaður af veirunni. Neyðarástandsyfirlýsingin felur í sér að borgaryfirvöld geta leitað til ríkisstjórnar Bretlands eftir frekari aðstoð. Í viðtali við Sky News sagði Sadiq Khan, borgarstjóri, að faraldurinn væri stjórnlaus. Hann sagðist vita að íbúar London væru búnir að færa miklar fórnir en bað þá um að vera eins mikið heima og mögulegt væri á næstunni. Að fara ekki úr húsi nema það væri ekki hjá því komist. „Verið heima til að vernda ykkur sjálf, fjölskyldu ykkar, vini og aðra íbúa London og til að vernda NHS,“ sagði Khan. NHS er heilbrigðiskerfi Bretlands. Khan sagðist sömuleiðis aldrei hafa haft eins miklar áhyggjur vegna faraldursins og nú. There s no doubt that we re facing the most dangerous moment yet in this pandemic.The truth is I ve never been more concerned than I am right now. At this critical moment for our city - I implore Londoners to please stay at home.pic.twitter.com/LAQa7mbIrM— Sadiq Khan (@SadiqKhan) January 8, 2021 Bretar óttast að bóluefni virki ekki á þetta nýja afbrigði, sem dreifist mun auðveldar á milli manna. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur þó gefið út rannsókn þar sem því er haldið fram að bóluefni fyrirtækisins og BioNTech í Þýskalandi virki gegn afbrigðinu. Sú rannsókn hefur ekki verið yfirfarinn af öðrum vísindamönnum enn.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira