Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2021 11:55 Alma Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mættu á Suðurlandsbraut í lok desember þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru bólusettir. Vísir/Vilhelm Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna gegn Covid-19 skilyrt íslenskt markaðsleyfi á miðvikudaginn. Um er að ræða annað bóluefnið gegn COVID-19 sem hlýtur markaðsleyfi hérlendis, en hið fyrra var bóluefnið Comirnaty frá BioNTech/Pfizer. Um fimm þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það er búist við að afhending verði hraðari samkvæmt upplýsingsum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns því hver einstaklingur fær tvo skammta. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi átti fund í morgun með fulltrúum Moderna varðandi fyrstu afhendingu bóluefnisins. „Við funduðum með Modnera í morgun þar sem við vorum að ræða fyrstu sendinguna sem er væntanleg til landsins í næstu viku. Moderna er ekki með umboðsmann á íslandi svo þetta er í fyrsta skipti sem þeir flytja lyf til landsins,“ segir Júlía Rós. Aðspurð segist Júlía Rós eiga von á efninu fyrri hluta næstu viku. Það geti breyst en þau miði við það núna. Hún segir að von sé á reglulegum sendingum í framhaldinu en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé með þær upplýsingar betur á hreinu. Tekið verður á móti efninu á Keflavíkurflugvelli og flutt til móttökuskoðunar hjá Distica í Garðabæ. Þar verður farið yfir gæðaskjöl, hitastig við flutninginn og pakkningar. Ef ekkert er athugavert verður samþykkt að dreifa bóluefninu. Ekki þarf að flytja bóluefnið frá Moderna til landsins við -80 gráðu hitastig eins og efnið frá Moderna. Hitastig bóluefnis við flutninginn þarf að vera -15 til -25 gráður. Svo geymist það í kæli í nokkra daga við 2 til 8 gráður. Júlía Rós segir að efninu verði dreift innanlands sem hefðbundin kælivara. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01 Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna gegn Covid-19 skilyrt íslenskt markaðsleyfi á miðvikudaginn. Um er að ræða annað bóluefnið gegn COVID-19 sem hlýtur markaðsleyfi hérlendis, en hið fyrra var bóluefnið Comirnaty frá BioNTech/Pfizer. Um fimm þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það er búist við að afhending verði hraðari samkvæmt upplýsingsum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns því hver einstaklingur fær tvo skammta. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi átti fund í morgun með fulltrúum Moderna varðandi fyrstu afhendingu bóluefnisins. „Við funduðum með Modnera í morgun þar sem við vorum að ræða fyrstu sendinguna sem er væntanleg til landsins í næstu viku. Moderna er ekki með umboðsmann á íslandi svo þetta er í fyrsta skipti sem þeir flytja lyf til landsins,“ segir Júlía Rós. Aðspurð segist Júlía Rós eiga von á efninu fyrri hluta næstu viku. Það geti breyst en þau miði við það núna. Hún segir að von sé á reglulegum sendingum í framhaldinu en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé með þær upplýsingar betur á hreinu. Tekið verður á móti efninu á Keflavíkurflugvelli og flutt til móttökuskoðunar hjá Distica í Garðabæ. Þar verður farið yfir gæðaskjöl, hitastig við flutninginn og pakkningar. Ef ekkert er athugavert verður samþykkt að dreifa bóluefninu. Ekki þarf að flytja bóluefnið frá Moderna til landsins við -80 gráðu hitastig eins og efnið frá Moderna. Hitastig bóluefnis við flutninginn þarf að vera -15 til -25 gráður. Svo geymist það í kæli í nokkra daga við 2 til 8 gráður. Júlía Rós segir að efninu verði dreift innanlands sem hefðbundin kælivara.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01 Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01
Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04
Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34