Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2021 11:55 Alma Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mættu á Suðurlandsbraut í lok desember þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru bólusettir. Vísir/Vilhelm Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna gegn Covid-19 skilyrt íslenskt markaðsleyfi á miðvikudaginn. Um er að ræða annað bóluefnið gegn COVID-19 sem hlýtur markaðsleyfi hérlendis, en hið fyrra var bóluefnið Comirnaty frá BioNTech/Pfizer. Um fimm þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það er búist við að afhending verði hraðari samkvæmt upplýsingsum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns því hver einstaklingur fær tvo skammta. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi átti fund í morgun með fulltrúum Moderna varðandi fyrstu afhendingu bóluefnisins. „Við funduðum með Modnera í morgun þar sem við vorum að ræða fyrstu sendinguna sem er væntanleg til landsins í næstu viku. Moderna er ekki með umboðsmann á íslandi svo þetta er í fyrsta skipti sem þeir flytja lyf til landsins,“ segir Júlía Rós. Aðspurð segist Júlía Rós eiga von á efninu fyrri hluta næstu viku. Það geti breyst en þau miði við það núna. Hún segir að von sé á reglulegum sendingum í framhaldinu en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé með þær upplýsingar betur á hreinu. Tekið verður á móti efninu á Keflavíkurflugvelli og flutt til móttökuskoðunar hjá Distica í Garðabæ. Þar verður farið yfir gæðaskjöl, hitastig við flutninginn og pakkningar. Ef ekkert er athugavert verður samþykkt að dreifa bóluefninu. Ekki þarf að flytja bóluefnið frá Moderna til landsins við -80 gráðu hitastig eins og efnið frá Moderna. Hitastig bóluefnis við flutninginn þarf að vera -15 til -25 gráður. Svo geymist það í kæli í nokkra daga við 2 til 8 gráður. Júlía Rós segir að efninu verði dreift innanlands sem hefðbundin kælivara. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01 Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna gegn Covid-19 skilyrt íslenskt markaðsleyfi á miðvikudaginn. Um er að ræða annað bóluefnið gegn COVID-19 sem hlýtur markaðsleyfi hérlendis, en hið fyrra var bóluefnið Comirnaty frá BioNTech/Pfizer. Um fimm þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það er búist við að afhending verði hraðari samkvæmt upplýsingsum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns því hver einstaklingur fær tvo skammta. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi átti fund í morgun með fulltrúum Moderna varðandi fyrstu afhendingu bóluefnisins. „Við funduðum með Modnera í morgun þar sem við vorum að ræða fyrstu sendinguna sem er væntanleg til landsins í næstu viku. Moderna er ekki með umboðsmann á íslandi svo þetta er í fyrsta skipti sem þeir flytja lyf til landsins,“ segir Júlía Rós. Aðspurð segist Júlía Rós eiga von á efninu fyrri hluta næstu viku. Það geti breyst en þau miði við það núna. Hún segir að von sé á reglulegum sendingum í framhaldinu en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé með þær upplýsingar betur á hreinu. Tekið verður á móti efninu á Keflavíkurflugvelli og flutt til móttökuskoðunar hjá Distica í Garðabæ. Þar verður farið yfir gæðaskjöl, hitastig við flutninginn og pakkningar. Ef ekkert er athugavert verður samþykkt að dreifa bóluefninu. Ekki þarf að flytja bóluefnið frá Moderna til landsins við -80 gráðu hitastig eins og efnið frá Moderna. Hitastig bóluefnis við flutninginn þarf að vera -15 til -25 gráður. Svo geymist það í kæli í nokkra daga við 2 til 8 gráður. Júlía Rós segir að efninu verði dreift innanlands sem hefðbundin kælivara.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01 Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01
Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04
Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34