Kalla eftir skýrari svörum: Óvissa ofan á alla aðra óvissu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2021 18:31 Yfir þrjátíu þúsund manns sem eru sjötíu ára og eldri verða bólusettir næst þar sem sóttvarnalæknir hefur breytt forgangsröðun í bólusetningu. Ungur maður með taugahrörnunarsjúkdóm segir vanta betri skilgreiningu á áhættuhópum enda mikilvægt að eyða óvissu hjá fólki sem hefur verið lengi í einangrun. Samkvæmt reglugerð áttu einstaklingar yfir sextíu ára aldri að vera í sjötta hóp í forgangsröðun. Nú á að ganga fram hjá ýmsu heilbrigðisstarfsfólki og bólusetja næst þá sem eru sjötíu ára og eldri. „Við teljum að við séum búin að bólusetja flesta sem eru í framlínustörfum í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Þórólfur. Alls hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og í samtali við fréttastofu í dag sagði Þórólfur að þetta væri hópurinn sem telst í hvað mestri áhættu að smitast í störfum sínum. Þórólfur segist hafa talið nauðsynlegt að forgangsraða á þennan hátt þar sem bóluefni berst hægar er talið var í fyrstu. Um 35 þúsund manns eru sjötíu ára og eldri en þó er búið að bólusetja hluta hópsins á hjúkrunarheimilum. Staðfest er að skammtar fyrir 30 þúsund manns berist á fyrsta ársfjórðungi og aðrir hópar þurfa því að óbreyttu að bíða lengur eftir bólusetningu. Þar á meðal yngra fólk í áhættuhópum. „Það verður ekki sennilega fyrr en eftir mars,“ segir Þórólfur. Ísak Sigurðsson segir biðina eftir bólusetningu erfiða fyrir fólk í áhættuhópum sem hefur verið einangrað lengi. Skýrari svör um þeirra stöðu myndi hjálpa.vísir/Sigurjón Ísak Sigurðsson er með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og formaður félags fólks með greininguna. Hann segir Covid og möguleg eftirköst þess geta reynst þeim mjög hættuleg. Hann fái þó ekki svör um hvort þau tilheyri öll skilgreindum áhættuhópum varðandi bólusetningu. „Þannig að sum okkar vita ekki alveg hvar við stöndum gagnvart bólusetningunni. Hvort við séum í hópi sjö eða tíu. Hvort við þurfum að bíða fram á vor eða fram á haust,“ segir hann. Þetta á við um fólk í fleiri mögulegum áhættuhópum. Ísak segir stöðuna óþægilega fyrir fólk sem hefur meira og minna verið í eingangrun síðan í vor. „Þetta er óvissa ofan á alla hina óvissuna sem við myndum telja að væri hægt að eyða. Við skiljum að það er erfitt að sjá fyrir um hvenær við fáum þetta bóluefni og hversu mikið. Við skiljum að við þurfum að bíða og vera þolinmóð. En þetta er allavega eitthvað sem mætti skýra betur.“ vísir/Vilhelm Eftir að þeir sem eldri eru hafa verið bólusettir segir Þórólfur að farið verði í áhættuhópa yngra fólks. „Við munum reyna að fikra okkur þannig niður og það er ljóst að það eru grá svæði mili margra hópa og matið á milli hópa getur verið mismunandi. Ég veit að það er mikill urgur á ýmsum stöðum; af hverju þessir og hinir eru á undan og svo framvegis. En það verður aldrei hægt að gera þetta þannig að öllum líki og sérstaklega þegar við erum ekki með það mikið af bóluefni í höndunum. En við verðum einhvernveginn að vinna þetta og erum við erum að gera þetta eins vel og við mögulega getum.“ Ísak segir biðina erfiða. „En ef við myndum fá skýrari upplýsingar myndi það hjálpa aðeins. Að fá leiðbeiningar um hvað við eigum að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Samkvæmt reglugerð áttu einstaklingar yfir sextíu ára aldri að vera í sjötta hóp í forgangsröðun. Nú á að ganga fram hjá ýmsu heilbrigðisstarfsfólki og bólusetja næst þá sem eru sjötíu ára og eldri. „Við teljum að við séum búin að bólusetja flesta sem eru í framlínustörfum í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Þórólfur. Alls hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og í samtali við fréttastofu í dag sagði Þórólfur að þetta væri hópurinn sem telst í hvað mestri áhættu að smitast í störfum sínum. Þórólfur segist hafa talið nauðsynlegt að forgangsraða á þennan hátt þar sem bóluefni berst hægar er talið var í fyrstu. Um 35 þúsund manns eru sjötíu ára og eldri en þó er búið að bólusetja hluta hópsins á hjúkrunarheimilum. Staðfest er að skammtar fyrir 30 þúsund manns berist á fyrsta ársfjórðungi og aðrir hópar þurfa því að óbreyttu að bíða lengur eftir bólusetningu. Þar á meðal yngra fólk í áhættuhópum. „Það verður ekki sennilega fyrr en eftir mars,“ segir Þórólfur. Ísak Sigurðsson segir biðina eftir bólusetningu erfiða fyrir fólk í áhættuhópum sem hefur verið einangrað lengi. Skýrari svör um þeirra stöðu myndi hjálpa.vísir/Sigurjón Ísak Sigurðsson er með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og formaður félags fólks með greininguna. Hann segir Covid og möguleg eftirköst þess geta reynst þeim mjög hættuleg. Hann fái þó ekki svör um hvort þau tilheyri öll skilgreindum áhættuhópum varðandi bólusetningu. „Þannig að sum okkar vita ekki alveg hvar við stöndum gagnvart bólusetningunni. Hvort við séum í hópi sjö eða tíu. Hvort við þurfum að bíða fram á vor eða fram á haust,“ segir hann. Þetta á við um fólk í fleiri mögulegum áhættuhópum. Ísak segir stöðuna óþægilega fyrir fólk sem hefur meira og minna verið í eingangrun síðan í vor. „Þetta er óvissa ofan á alla hina óvissuna sem við myndum telja að væri hægt að eyða. Við skiljum að það er erfitt að sjá fyrir um hvenær við fáum þetta bóluefni og hversu mikið. Við skiljum að við þurfum að bíða og vera þolinmóð. En þetta er allavega eitthvað sem mætti skýra betur.“ vísir/Vilhelm Eftir að þeir sem eldri eru hafa verið bólusettir segir Þórólfur að farið verði í áhættuhópa yngra fólks. „Við munum reyna að fikra okkur þannig niður og það er ljóst að það eru grá svæði mili margra hópa og matið á milli hópa getur verið mismunandi. Ég veit að það er mikill urgur á ýmsum stöðum; af hverju þessir og hinir eru á undan og svo framvegis. En það verður aldrei hægt að gera þetta þannig að öllum líki og sérstaklega þegar við erum ekki með það mikið af bóluefni í höndunum. En við verðum einhvernveginn að vinna þetta og erum við erum að gera þetta eins vel og við mögulega getum.“ Ísak segir biðina erfiða. „En ef við myndum fá skýrari upplýsingar myndi það hjálpa aðeins. Að fá leiðbeiningar um hvað við eigum að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent