Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2021 16:04 Valtýr Stefánsson Thors sérfræðingur í smitsjúkdómum barna er höfundur leiðbeininganna ásamt Ásgeiri Haraldssyni, prófessor í barnalækningum. Vísir/Arnar Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. Þetta kemur fram í leiðbeiningum Ásgeirs Haraldssonar prófessors í barnalækningum og Valtýs Stefánssonar Thors, sérfræðings í smitsjúkdómum barna, um bólusetningar barna sem birtar voru á vef Landspítalans í gær. Ásgeir og Valtýr telja mikilvægt að hafa hugfast að börn smitast síður en fullorðnir og verða síður alvarlega veik. Birtar rannsóknir á virkni og aukaverkunum bóluefna gegn veirunni hafi ekki enn tekið til barna nema í afar takmörkuðum mæli. Þá sé eina bóluefnið sem hlotið hafi leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) bóluefni Pfizer, sem ekki er skráð fyrir börn. Í dag, eftir að yfirferðin var birt, hefur EMA einnig samþykkt bóluefni Moderna, sem ekki er heldur skráð fyrir börn. „Því er erfitt að setja fram ráðleggingar varðandi bólusetningar á börnum þar sem gögn liggja ekki fyrir. Færa má rök fyrir því að ekki sé brýn nauðsyn þess að bólusetja börn snemma þar sem þau sýkjast síður en fullorðnir. Hins vegar eru hópar barna með alvarlega sjúkdóma sem þarf að vernda. Dæmið er því snúið,“ segja Ásgeir og Valtýr. Heimilisfólk alvarlega veikra barna ætti að vera í forgangi Almennt sé ekki ráðlegt að bólusetja börn að svo stöddu. Þeir setja þó fram vangaveltur varðandi bólusetningu barna við tilteknar aðstæður. Þannig mætti flokka ungmenni sextán ára og eldri, með skilgreinda áhættuþætti, sem fullorðna og bólusetja sem slíka. Þá telja þeir að heimilisfólk barna yngri en sextán ára, með alvarlega sjúkdóma og sem þarfnast mikillar umönnunar foreldra, ætti að vera í forgangshópi fyrir bólusetningu til að vernda barnið. Ábyrgð framleiðenda nær ekki til bólusetningarinnar Börn í áhættuhópi á aldrinum fimm til fimmtán ára telja þeir að gætu komið til greina í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar meiri reynsla er komin á bóluefnið. „Þetta gildir þá nánast eingöngu um börn þar sem sýkingar gætu verið lífshótandi vegna áðurnefndra áhættuþátta. Ábyrgð framleiðanda tekur þó ekki til slíkra bólusetninga,“ segja Ásgeir og Valtýr. Þessar leiðbeiningar verði „að sjálfsögðu“ endurskoðaðar þegar frekari gögn um bólusetningar barna berist og fleiri bóluefni hljóta leyfi lyfjastofnana. Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi fyrir bólusetningu hér á landi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Sjá meira
Þetta kemur fram í leiðbeiningum Ásgeirs Haraldssonar prófessors í barnalækningum og Valtýs Stefánssonar Thors, sérfræðings í smitsjúkdómum barna, um bólusetningar barna sem birtar voru á vef Landspítalans í gær. Ásgeir og Valtýr telja mikilvægt að hafa hugfast að börn smitast síður en fullorðnir og verða síður alvarlega veik. Birtar rannsóknir á virkni og aukaverkunum bóluefna gegn veirunni hafi ekki enn tekið til barna nema í afar takmörkuðum mæli. Þá sé eina bóluefnið sem hlotið hafi leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) bóluefni Pfizer, sem ekki er skráð fyrir börn. Í dag, eftir að yfirferðin var birt, hefur EMA einnig samþykkt bóluefni Moderna, sem ekki er heldur skráð fyrir börn. „Því er erfitt að setja fram ráðleggingar varðandi bólusetningar á börnum þar sem gögn liggja ekki fyrir. Færa má rök fyrir því að ekki sé brýn nauðsyn þess að bólusetja börn snemma þar sem þau sýkjast síður en fullorðnir. Hins vegar eru hópar barna með alvarlega sjúkdóma sem þarf að vernda. Dæmið er því snúið,“ segja Ásgeir og Valtýr. Heimilisfólk alvarlega veikra barna ætti að vera í forgangi Almennt sé ekki ráðlegt að bólusetja börn að svo stöddu. Þeir setja þó fram vangaveltur varðandi bólusetningu barna við tilteknar aðstæður. Þannig mætti flokka ungmenni sextán ára og eldri, með skilgreinda áhættuþætti, sem fullorðna og bólusetja sem slíka. Þá telja þeir að heimilisfólk barna yngri en sextán ára, með alvarlega sjúkdóma og sem þarfnast mikillar umönnunar foreldra, ætti að vera í forgangshópi fyrir bólusetningu til að vernda barnið. Ábyrgð framleiðenda nær ekki til bólusetningarinnar Börn í áhættuhópi á aldrinum fimm til fimmtán ára telja þeir að gætu komið til greina í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar meiri reynsla er komin á bóluefnið. „Þetta gildir þá nánast eingöngu um börn þar sem sýkingar gætu verið lífshótandi vegna áðurnefndra áhættuþátta. Ábyrgð framleiðanda tekur þó ekki til slíkra bólusetninga,“ segja Ásgeir og Valtýr. Þessar leiðbeiningar verði „að sjálfsögðu“ endurskoðaðar þegar frekari gögn um bólusetningar barna berist og fleiri bóluefni hljóta leyfi lyfjastofnana. Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi fyrir bólusetningu hér á landi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Sjá meira
Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52
Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51
Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34