Dasilva fékk rautt spjald á 85. mínútu eftir að hafa farið með sólann í legg Höjbjergs, í 2-0 sigri Tottenham á Brentford í undanúrslitum deildabikarsins. Höjberg lá eftir en gat svo gengið óstuddur af velli, með blóðugan legginn. Honum var þó skipt af velli en virtist ekki hafa orðið mjög meint af.
Dasilva sagðist á Twitter eftir leik ætla að læra af atvikinu, og kvaðst aldrei hafa vísvitandi ætlað að meiða Höjbjerg. Daninn tók því vel og skrifaði:
„Auðvitað ætlaðir þú ekki að gera þetta, svo ekki hafa áhyggjur. Ég er víkingur og líður vel. En… þú skuldar mér nýja legghlíf.“ Höjbjerg bætti svo við að Dasilva ætti bjarta framtíð fyrir sér og óskaði honum alls hins besta.
Of course you didn t mean it. So don t worry. I m a viking and I am fine. But... You owe me a new shin pad .
— Pierre-Emile Højbjerg (@hojbjerg23) January 6, 2021
You have a great future ahead @joshdasilva_ .
Be strong & keep working hard.
Best of luck to you and your team.
Big hug,
Pierre-Emile Højbjerg. https://t.co/D6fL12OyQx
Tottenham er eins og fyrr segir komið í úrslitaleik keppninnar og mætir þar sigurliðinu úr leik Manchester United og Manchester City sem fram fer í kvöld. Úrslitaleikurinn er á Wembley 25. apríl.

Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.