Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2021 13:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vísir/Vilhelm Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um forgangsröðun í bólusetningar eru heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem sinnir sjúkraflutningum og aðrir í forgangshópum á undan eldra fólki í röðinni. Í sjötta hóp eru þeir sem eru yfir sextíu ára aldri. Sóttvarnalækni er þó heimilt að breyta forgangsröðun og það segist Þórólfur Guðnason hafa gert í samráði við heilbrigðisráðherra. „Vegna þess að þegar það var ljóst að við myndum fá minna og að það gengi hægar að fá bóluefni en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi taldi ég mikilvægt að við myndum forgangsraða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum sem eru í aukinni áhættu við að fá covid og að vinna með covid-sjúklinga sérstaklega. Og hins vegar öldruðum, það er að segja einstaklingum sem eru eldri en sjötugt. Og það er ansi stór hópur,“ segir Þórólfur. Von er á næstu sendingu frá Pfizer þann 20. janúarGetty „Við munum reyna að klára þessa hópa fyrst,“ segir Þórólfur og bendir á að búið sé að bólusetja flesta heilbrigðisstarfsmenn í þessum tiltekna hópi. „Þetta eru allir sem eru eldri en sjötugt. Margir hverjir með undirliggjandi sjúkdóma og þeir fylgja með.“ Yngri sennilega ekki bólusettir fyrr en eftir mars Um 35 þúsund einstaklingar eru sjötíu ára og eldri. Miðað við dreifingaráætlanir Pfizer og Moderna er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðingi. Að óbreyttu eiga þeir sem yngri eru því ekki von á bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. „Þegar við erum búin að klára þessa hópa munum við halda áfram að bólusetja einstaklinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem eru yngri en sjötugt. Og við erum búin að skilgreina það nokkuð vel en á þessum tímapunkti er ekki hægt að segja hvenær að þeim kemur og hvenær kemur að hverjum hópi fyrir sig. Við munum bara fara í það þegar búið er að bólusetja þessa hópa og vinna okkur niður listann.“ Þannig yngra fólk í áhættuhópum á ekki von á bólusetningu fljótlega? „Það verður sennilega ekki fyrr en eftir mars.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um forgangsröðun í bólusetningar eru heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem sinnir sjúkraflutningum og aðrir í forgangshópum á undan eldra fólki í röðinni. Í sjötta hóp eru þeir sem eru yfir sextíu ára aldri. Sóttvarnalækni er þó heimilt að breyta forgangsröðun og það segist Þórólfur Guðnason hafa gert í samráði við heilbrigðisráðherra. „Vegna þess að þegar það var ljóst að við myndum fá minna og að það gengi hægar að fá bóluefni en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi taldi ég mikilvægt að við myndum forgangsraða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum sem eru í aukinni áhættu við að fá covid og að vinna með covid-sjúklinga sérstaklega. Og hins vegar öldruðum, það er að segja einstaklingum sem eru eldri en sjötugt. Og það er ansi stór hópur,“ segir Þórólfur. Von er á næstu sendingu frá Pfizer þann 20. janúarGetty „Við munum reyna að klára þessa hópa fyrst,“ segir Þórólfur og bendir á að búið sé að bólusetja flesta heilbrigðisstarfsmenn í þessum tiltekna hópi. „Þetta eru allir sem eru eldri en sjötugt. Margir hverjir með undirliggjandi sjúkdóma og þeir fylgja með.“ Yngri sennilega ekki bólusettir fyrr en eftir mars Um 35 þúsund einstaklingar eru sjötíu ára og eldri. Miðað við dreifingaráætlanir Pfizer og Moderna er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðingi. Að óbreyttu eiga þeir sem yngri eru því ekki von á bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. „Þegar við erum búin að klára þessa hópa munum við halda áfram að bólusetja einstaklinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem eru yngri en sjötugt. Og við erum búin að skilgreina það nokkuð vel en á þessum tímapunkti er ekki hægt að segja hvenær að þeim kemur og hvenær kemur að hverjum hópi fyrir sig. Við munum bara fara í það þegar búið er að bólusetja þessa hópa og vinna okkur niður listann.“ Þannig yngra fólk í áhættuhópum á ekki von á bólusetningu fljótlega? „Það verður sennilega ekki fyrr en eftir mars.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira