Sextíu þúsund greindust á einum degi í Bretlandi Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2021 23:25 Faraldurinn virðist vera í miklum vexti í Bretlandi þar sem yfir fimmtíu þúsund hafa greinst daglega undanfarna viku. epa/Andy Rain Fjöldi nýrra smita fór yfir sextíu þúsund í fyrsta sinn í Bretlandi í dag. Daglegur fjöldi greindra smita hefur verið yfir fimmtíu þúsund frá 29. desember síðastliðnum, en samhliða þessari fjölgun hefur álag á sjúkrahús landsins aukist til muna. Þrátt fyrir að fjöldi nýrra smita hafi aldrei farið yfir sjö þúsund á dag í fyrstu bylgju faraldursins í vor má að öllum líkindum rekja það til þess að mun færri sýni voru tekin á þeim tíma. Er jafnvel talið að fjöldi nýrra smita hafi verið um hundrað þúsund á dag í lok mars, þó þau hafi ekki verið greind. Prófessorinn Chris Whitty, sem er einn helsti læknisfræðilegi ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segir veiruna mjög útbreidda í bresku samfélagi og fjöldi smita jafngildi því að einn af hverjum fimmtíu sé smitaður. Sú tala sé þó breytileg eftir landshlutum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á spítala í Lincolnskíri í austurhluta Bretlands og hefur lífsnauðsynlegum krabbameinsaðgerðum verið frestað sums staðar í Lundúnaborg þar sem sjúkrahúsin eru yfirfull. Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í gær að útgöngubann yrði í gildi fram í febrúar. Ef vel gengi að koma böndum á faraldurinn væri mögulegt að aflétta því um miðjan febrúar, en hann hefði miklar áhyggjur af útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar sem er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. 5. janúar 2021 14:15 Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Þrátt fyrir að fjöldi nýrra smita hafi aldrei farið yfir sjö þúsund á dag í fyrstu bylgju faraldursins í vor má að öllum líkindum rekja það til þess að mun færri sýni voru tekin á þeim tíma. Er jafnvel talið að fjöldi nýrra smita hafi verið um hundrað þúsund á dag í lok mars, þó þau hafi ekki verið greind. Prófessorinn Chris Whitty, sem er einn helsti læknisfræðilegi ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segir veiruna mjög útbreidda í bresku samfélagi og fjöldi smita jafngildi því að einn af hverjum fimmtíu sé smitaður. Sú tala sé þó breytileg eftir landshlutum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á spítala í Lincolnskíri í austurhluta Bretlands og hefur lífsnauðsynlegum krabbameinsaðgerðum verið frestað sums staðar í Lundúnaborg þar sem sjúkrahúsin eru yfirfull. Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í gær að útgöngubann yrði í gildi fram í febrúar. Ef vel gengi að koma böndum á faraldurinn væri mögulegt að aflétta því um miðjan febrúar, en hann hefði miklar áhyggjur af útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar sem er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. 5. janúar 2021 14:15 Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. 5. janúar 2021 14:15
Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28