Fólk ekki flutt á sjúkrahús ef lífslíkur eru taldar afar litlar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2021 22:02 Þúsundir bíða nú í bifreiðum sínum við Dodger-leikvanginn í Los Angeles til að komast í skimun vegna Covid-19. epa/Etienne Laurent Sjúkraflutningamenn í Los Angeles-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa fengið fyrirskipun um að flytja ekki sjúklinga á sjúkrahús þegar lífslíkur þeirra eru taldar afar litlar. Þá hefur þeim verið sagt að fara varlega í súrefnisnotkun en mjög hefur gengið á súrefnisbirgðir vegna mikillar fjölgunar Covid-19 tilvika í ríkinu. Heilbrigðisyfirvöld í Los Angeles óttast að dagleg dauðsföll á svæðinu af völdum sjúkdómsins nái þúsund á næstunni. Sjúkrahús eru þegar yfirfull. Alls greindust 9.142 einstaklingar með Covid-19 í Los Angeles-sýslu á mánudag. Ástandið er hvergi verra í Bandaríkjunum en 818 þúsund íbúa hafa smitast og 10.700 látið lífið. Á sjúkrahúsum í Kaliforníu hafa menn þegar neyðst til að grípa til þess að sinna sjúklingum í gjafaverslunum, á bílastæðum og í tjöldum. Þá bíða sjúkrabifreiðar í röðum fyrir utan, oft í margar klukkustundir. Dodger-leikvangurinn er stærsti skimunarstaðurinn í Bandaríkjunum og hefur tekið á móti meira en milljón manns síðan faraldurinn hófst.epa/Etienne Laurent Að sögn Marianne Gausche-Hill, framkvæmdastjóra stofnunarinnar sem hefur umsjón með viðbragðsaðilum í Los Angeles-sýslu, munu bráðaliðar áfram gera allt til að bjarga lífi fólks á vettvangi. Munurinn sé sá að nú sé ekki mælst til þess að sjúklingar séu fluttir á sjúkrahús ef fyrsta hjálp á vettvangi hefur ekki skilað árangri. Það sé enda sjaldan sem takist að bjarga viðkomandi sjúklingum. Hún bendir á að það auki lífslíkur sjúklinga sem hafa til dæmis fengið hjartaáfall eða heilablóðfall ef þeim er sinnt á vettvangi. Á mánudag voru 2.800 Bandaríkjamenn lagðir inn vegna Covid-19 en talið er að alls liggi 128.210 sjúklingar inni með sjúkdóminn, þar af 23 þúsund á gjörgæsludeildum. Í Kaliforníu hefur fjöldi inniliggjandi tvöfaldast á mánuði. Að sögn borgarstjóra Los Angeles verður þar eitt smit á hverjum sex sekúndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Þá hefur þeim verið sagt að fara varlega í súrefnisnotkun en mjög hefur gengið á súrefnisbirgðir vegna mikillar fjölgunar Covid-19 tilvika í ríkinu. Heilbrigðisyfirvöld í Los Angeles óttast að dagleg dauðsföll á svæðinu af völdum sjúkdómsins nái þúsund á næstunni. Sjúkrahús eru þegar yfirfull. Alls greindust 9.142 einstaklingar með Covid-19 í Los Angeles-sýslu á mánudag. Ástandið er hvergi verra í Bandaríkjunum en 818 þúsund íbúa hafa smitast og 10.700 látið lífið. Á sjúkrahúsum í Kaliforníu hafa menn þegar neyðst til að grípa til þess að sinna sjúklingum í gjafaverslunum, á bílastæðum og í tjöldum. Þá bíða sjúkrabifreiðar í röðum fyrir utan, oft í margar klukkustundir. Dodger-leikvangurinn er stærsti skimunarstaðurinn í Bandaríkjunum og hefur tekið á móti meira en milljón manns síðan faraldurinn hófst.epa/Etienne Laurent Að sögn Marianne Gausche-Hill, framkvæmdastjóra stofnunarinnar sem hefur umsjón með viðbragðsaðilum í Los Angeles-sýslu, munu bráðaliðar áfram gera allt til að bjarga lífi fólks á vettvangi. Munurinn sé sá að nú sé ekki mælst til þess að sjúklingar séu fluttir á sjúkrahús ef fyrsta hjálp á vettvangi hefur ekki skilað árangri. Það sé enda sjaldan sem takist að bjarga viðkomandi sjúklingum. Hún bendir á að það auki lífslíkur sjúklinga sem hafa til dæmis fengið hjartaáfall eða heilablóðfall ef þeim er sinnt á vettvangi. Á mánudag voru 2.800 Bandaríkjamenn lagðir inn vegna Covid-19 en talið er að alls liggi 128.210 sjúklingar inni með sjúkdóminn, þar af 23 þúsund á gjörgæsludeildum. Í Kaliforníu hefur fjöldi inniliggjandi tvöfaldast á mánuði. Að sögn borgarstjóra Los Angeles verður þar eitt smit á hverjum sex sekúndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira