Einn þekktasti stjórnspekingur Frakka ásakaður um barnaníð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2021 14:35 Duhamel sagðist ekkert hafa að segja við blaðamenn Le Monde og L'Obs en tísti á mánudag að hann hefði sagt upp störfum vegna „persónulegra árása“. Í kjölfarið eyddi hann Twitter-aðgangi sínum. Wikimedia Commons/Cdeniaud Olivier Duhamel, einn þekktasti stjórnmálafræðingur og -skýrandi Frakklands, hefur látið af störfum og eytt Twitter aðgangi sínum eftir að stjúpdóttir hans steig fram og greindi frá því að hann hefði misnotað tvíburabróður hennar. Camille Kouchner hefur skrifað bók um misnotkunina, sem hún segir hafa átt sér stað þegar systkinin voru 14 ára. Hún segir kynferðisofbeldi Duhamel, sem er sérfræðingur í stjórnskipan, hafa verið opinbert leyndarmál meðal pólitíkusa og fjölmiðlamanna í París. Duhamel, 70 ára, hefur sagt upp störfum hjá Fondation Nationales des Sciences Politiques, sem hefur umsjón með og fjármagnar hinn virta Sciences Po. Hann er enn varaforseti elítuklúbbsins Le Siècle en meðal annarra félaga eru stjórnmálamennirnir Nicolas Sarkozy, François Fillion og Laurent Fabius, ritstjórarnir Jean-Marie Colombani og Laurent Joffrin, Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Louis Schweitzer, fyrrverandi forstjóri Renault og Michel Pébereau, forstjóri BNP Paribas. Fræðamaðurinn, sem eitt sinn sat á Evrópuþinginu, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Móðirin, ættingjar og vinir vissu af ofbeldinu Kouchner og tvíburabróðir hennar eru börn sagnfræðingsins og rithöfundarins Evelyne Pisier og Bernard Kouchner, fyrrum heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, sem var meðal stofnenda Lækna án landamæra. Pisier, sem lést árið 2017, átti þrjú börn með Kouchner en þau skildu árið 1980. Þá átti hún í fjögurra ára ástarsambandi við Fidel Castro áður en hún giftist Duhamel. Í bók sinni segir Camille að misnotkunin hafi staðið yfir í að minnsta kosti tvö ár og að móðir hennar hafi vitað af ofbeldinu en valið að vernda eiginmann sinn. Þá segir hún bróður sinn, sem hún kallar „Victor“ í bókinni hafa grátbeðið sig um að þegja. „Ég var 14 ára og ég leyfði þessu að gerast ... Ég var 14 ára og vissi og sagði ekki neitt,“ segir Kouchner, sem er 45 ára. Hún segist ekki getað þagað lengur. Mamma tvíburana óttaðist hneyksli, segir Kouchner en margir vissu að ofbeldið var að eiga sér stað, meðal annars ættingjar og vinir. Svo virðist sem bókin sé gefin út með samþykki bróðursins sem varð fyrir ofbeldinu en Bernard Kouchner gaf út yfirlýsingu í gegnum lögmann sinn: „Erfitt leyndarmál sem hefur legið þungt á okkur í langan tíma er nú opinbert. Ég dáist að hugrekki dóttur minnar, Camille.“ Guardian greindi frá. Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Camille Kouchner hefur skrifað bók um misnotkunina, sem hún segir hafa átt sér stað þegar systkinin voru 14 ára. Hún segir kynferðisofbeldi Duhamel, sem er sérfræðingur í stjórnskipan, hafa verið opinbert leyndarmál meðal pólitíkusa og fjölmiðlamanna í París. Duhamel, 70 ára, hefur sagt upp störfum hjá Fondation Nationales des Sciences Politiques, sem hefur umsjón með og fjármagnar hinn virta Sciences Po. Hann er enn varaforseti elítuklúbbsins Le Siècle en meðal annarra félaga eru stjórnmálamennirnir Nicolas Sarkozy, François Fillion og Laurent Fabius, ritstjórarnir Jean-Marie Colombani og Laurent Joffrin, Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Louis Schweitzer, fyrrverandi forstjóri Renault og Michel Pébereau, forstjóri BNP Paribas. Fræðamaðurinn, sem eitt sinn sat á Evrópuþinginu, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Móðirin, ættingjar og vinir vissu af ofbeldinu Kouchner og tvíburabróðir hennar eru börn sagnfræðingsins og rithöfundarins Evelyne Pisier og Bernard Kouchner, fyrrum heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, sem var meðal stofnenda Lækna án landamæra. Pisier, sem lést árið 2017, átti þrjú börn með Kouchner en þau skildu árið 1980. Þá átti hún í fjögurra ára ástarsambandi við Fidel Castro áður en hún giftist Duhamel. Í bók sinni segir Camille að misnotkunin hafi staðið yfir í að minnsta kosti tvö ár og að móðir hennar hafi vitað af ofbeldinu en valið að vernda eiginmann sinn. Þá segir hún bróður sinn, sem hún kallar „Victor“ í bókinni hafa grátbeðið sig um að þegja. „Ég var 14 ára og ég leyfði þessu að gerast ... Ég var 14 ára og vissi og sagði ekki neitt,“ segir Kouchner, sem er 45 ára. Hún segist ekki getað þagað lengur. Mamma tvíburana óttaðist hneyksli, segir Kouchner en margir vissu að ofbeldið var að eiga sér stað, meðal annars ættingjar og vinir. Svo virðist sem bókin sé gefin út með samþykki bróðursins sem varð fyrir ofbeldinu en Bernard Kouchner gaf út yfirlýsingu í gegnum lögmann sinn: „Erfitt leyndarmál sem hefur legið þungt á okkur í langan tíma er nú opinbert. Ég dáist að hugrekki dóttur minnar, Camille.“ Guardian greindi frá.
Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira