Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2021 12:51 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á að Íslendingar þiggi bólusetningu við kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. Í morgun höfðu fjögur andlát verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu. Engin augljós tengsl eru þó milli þessara aukaverkana og bólusetningar vegna undirliggjandi sjúkdóma viðkomandi einstaklinga. Höfum verið mjög viljug til bólusetningar Innt eftir því hvort hún hafi áhyggjur af því að þetta hefði áhrif á vilja fólks til að láta bólusetja sig segir Svandís að það geri hún ekki. Hún bendir á að alltaf sé haldið utan um tilkynningar af þessu tagi og að í umræddum tilvikum sé aðeins ákveðinn tímarammi, sem falli utan um bólusetningu og andlát. „En samkvæmt upplýsingum er ekkert sérstakt sem bendir til þess að um orsakasamhengi sé að ræða. En auðvitað er full ástæða til að fara ofan í þau mál og það gerir Lyfjastofnun,“ segir Svandís. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga, á Íslandi höfum við verið mjög viljug til að fara í bólusetningar, og enn sem komið er lítur út fyrir að staðan sé þannig að við viljum taka þátt í því. Og það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið allt að þátttakan sé almenn.“ Þorri íbúa verði bólusettur undir mitt ár Greint hefur verið frá því að til dæmis í Bandaríkjunum sé til skoðunar að gefa fólki hálfan skammt af bóluefni Moderna með það að markmiði að hraða bólusetningarferlinu. Svandís segir að ekkert slíkt sé til skoðunar hér. „Þetta er úrræði sem hefur verið gripið til í löndum þar sem faraldurinn er algjörlega stjórnlaus eða á mjög alvarlegum stað. Það er ekki raunin hér þannig að við förum bara eftir leiðbeiningum lyfjaframleiðanda í einu og öllu og gefum bæði fyrri og seinni skammt úr sömu sendingu, sem skiptir mjög miklu máli að gera,“ segir Svandís. Þá gerir hún enn ráð fyrir að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. „Já, ég held að við getum búið okkur undir það að undir mitt ár verðum við búin að bólusetja þorra íbúa landsins, sem er miðað við þau kaup sem við erum búin að tryggja okkur og miðað við þær áætlanir sem við höfum í hendi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57 Ekki hægt að segja til um orsakasamband milli bólusetninga og dauðsfalla Þrjár tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun þess efnis að einstaklingar hafi látist eftir að hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni í síðustu viku. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekkert benda til þess að um orsakasamband sé að ræða en tilfellin verði þó skoðuð. 4. janúar 2021 18:53 Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. 4. janúar 2021 19:07 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í morgun höfðu fjögur andlát verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu. Engin augljós tengsl eru þó milli þessara aukaverkana og bólusetningar vegna undirliggjandi sjúkdóma viðkomandi einstaklinga. Höfum verið mjög viljug til bólusetningar Innt eftir því hvort hún hafi áhyggjur af því að þetta hefði áhrif á vilja fólks til að láta bólusetja sig segir Svandís að það geri hún ekki. Hún bendir á að alltaf sé haldið utan um tilkynningar af þessu tagi og að í umræddum tilvikum sé aðeins ákveðinn tímarammi, sem falli utan um bólusetningu og andlát. „En samkvæmt upplýsingum er ekkert sérstakt sem bendir til þess að um orsakasamhengi sé að ræða. En auðvitað er full ástæða til að fara ofan í þau mál og það gerir Lyfjastofnun,“ segir Svandís. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga, á Íslandi höfum við verið mjög viljug til að fara í bólusetningar, og enn sem komið er lítur út fyrir að staðan sé þannig að við viljum taka þátt í því. Og það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið allt að þátttakan sé almenn.“ Þorri íbúa verði bólusettur undir mitt ár Greint hefur verið frá því að til dæmis í Bandaríkjunum sé til skoðunar að gefa fólki hálfan skammt af bóluefni Moderna með það að markmiði að hraða bólusetningarferlinu. Svandís segir að ekkert slíkt sé til skoðunar hér. „Þetta er úrræði sem hefur verið gripið til í löndum þar sem faraldurinn er algjörlega stjórnlaus eða á mjög alvarlegum stað. Það er ekki raunin hér þannig að við förum bara eftir leiðbeiningum lyfjaframleiðanda í einu og öllu og gefum bæði fyrri og seinni skammt úr sömu sendingu, sem skiptir mjög miklu máli að gera,“ segir Svandís. Þá gerir hún enn ráð fyrir að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. „Já, ég held að við getum búið okkur undir það að undir mitt ár verðum við búin að bólusetja þorra íbúa landsins, sem er miðað við þau kaup sem við erum búin að tryggja okkur og miðað við þær áætlanir sem við höfum í hendi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57 Ekki hægt að segja til um orsakasamband milli bólusetninga og dauðsfalla Þrjár tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun þess efnis að einstaklingar hafi látist eftir að hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni í síðustu viku. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekkert benda til þess að um orsakasamband sé að ræða en tilfellin verði þó skoðuð. 4. janúar 2021 18:53 Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. 4. janúar 2021 19:07 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57
Ekki hægt að segja til um orsakasamband milli bólusetninga og dauðsfalla Þrjár tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun þess efnis að einstaklingar hafi látist eftir að hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni í síðustu viku. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekkert benda til þess að um orsakasamband sé að ræða en tilfellin verði þó skoðuð. 4. janúar 2021 18:53
Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. 4. janúar 2021 19:07