Útgöngubann á Englandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 20:28 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Heathcliff O'Malley - WPA Pool/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. Sagði Johnson að sökum mikillar uppsveiflu faraldursins í Englandi væri ljóst að grípa þyrfti til harðari aðgerða en hafa verið í gildi að undanförnu. Fólki verði að miklu leyti gert að halda sig heima, nema brýn nauðsyn kalli á annað. Undir það falla meðal annars ferðir til að versla matvörur og lyf. Útgöngubannið tekur gildi á miðnætti. Sagði Johnson að hægt yrði af aflétta því um miðjan febrúar næstkomandi, ef vel gengi að koma böndum á faraldurinn. Þá verður fólki sem hefur kost á að vinna heima gert að gera það. Skólum á grunnskólastigi, fyrir fimm til 16 ára nemendur, verður þá gert að færa kennslufyrirkomulag sitt yfir á rafrænt form. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sökum þessa væri „ekki sanngjarnt“ að nemendur á því skólastigi yrðu látnir þreyta próf í vor. Fyrr í dag var tilkynnt um sambærilegt útgöngubann í Skotlandi. Skólar geti verið „miðstöð fyrir smitbera“ Johnson sagðist í ávarpi sínu skilja vel þau „óþægindi og stress“ sem lokanir skóla muni hafa í för með sér, bæði fyrir nemendur og foreldra. Ríkisstjórnin hefði gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að halda skólum opnum. „Vandamálið er ekki að skólar séu ekki öruggir staðir fyrir börnin,“ sagði Johnson og bætti við að enn væri ekki talin mikil hætta á að börn veiktust alvarlega af Covid-19. Hann sagði hins vegar að skólar, ef þeim væri haldið opnum í núverandi ástandi, gætu orðið „miðstöðvar fyrir smitbera“ og gætu valdið því að kórónuveirusmit dreifðust inn á mörg heimili. Johnson bætti því við að ef ekkert yrði að gert gæti heilbrigðiskerfið í Bretlandi hreinlega hrunið innan næstu þriggja vikna. Bretar fóru einnig í útgöngubann vegna útbreiðslu veirunnar í vor. Johnson sagði reginmun á stöðunni þá og nú. „Bretland er nú í stærsta bólusetningarátaki í sögu landsins,“ sagði Johnson og bætti við að Bretland hefði bólusett fleiri en önnur Evrópulönd samanlagt. Hér að neðan má sjá ávarp Johnsons frá því í kvöld. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira
Sagði Johnson að sökum mikillar uppsveiflu faraldursins í Englandi væri ljóst að grípa þyrfti til harðari aðgerða en hafa verið í gildi að undanförnu. Fólki verði að miklu leyti gert að halda sig heima, nema brýn nauðsyn kalli á annað. Undir það falla meðal annars ferðir til að versla matvörur og lyf. Útgöngubannið tekur gildi á miðnætti. Sagði Johnson að hægt yrði af aflétta því um miðjan febrúar næstkomandi, ef vel gengi að koma böndum á faraldurinn. Þá verður fólki sem hefur kost á að vinna heima gert að gera það. Skólum á grunnskólastigi, fyrir fimm til 16 ára nemendur, verður þá gert að færa kennslufyrirkomulag sitt yfir á rafrænt form. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sökum þessa væri „ekki sanngjarnt“ að nemendur á því skólastigi yrðu látnir þreyta próf í vor. Fyrr í dag var tilkynnt um sambærilegt útgöngubann í Skotlandi. Skólar geti verið „miðstöð fyrir smitbera“ Johnson sagðist í ávarpi sínu skilja vel þau „óþægindi og stress“ sem lokanir skóla muni hafa í för með sér, bæði fyrir nemendur og foreldra. Ríkisstjórnin hefði gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að halda skólum opnum. „Vandamálið er ekki að skólar séu ekki öruggir staðir fyrir börnin,“ sagði Johnson og bætti við að enn væri ekki talin mikil hætta á að börn veiktust alvarlega af Covid-19. Hann sagði hins vegar að skólar, ef þeim væri haldið opnum í núverandi ástandi, gætu orðið „miðstöðvar fyrir smitbera“ og gætu valdið því að kórónuveirusmit dreifðust inn á mörg heimili. Johnson bætti því við að ef ekkert yrði að gert gæti heilbrigðiskerfið í Bretlandi hreinlega hrunið innan næstu þriggja vikna. Bretar fóru einnig í útgöngubann vegna útbreiðslu veirunnar í vor. Johnson sagði reginmun á stöðunni þá og nú. „Bretland er nú í stærsta bólusetningarátaki í sögu landsins,“ sagði Johnson og bætti við að Bretland hefði bólusett fleiri en önnur Evrópulönd samanlagt. Hér að neðan má sjá ávarp Johnsons frá því í kvöld.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira