Ekki hægt að segja til um orsakasamband milli bólusetninga og dauðsfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 18:53 Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekki víst hvort orsakatengsl séu á milli bólusetninga og dauðsfalla. Stöð 2 Þrjár tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun þess efnis að einstaklingar hafi látist eftir að hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni í síðustu viku. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekkert benda til þess að um orsakasamband sé að ræða en tilfellin verði þó skoðuð. „Það er raunverulega ekkert hægt að segja til um orsakasamband en það verður farið í að skoða það. Einu tengslin þarna eru annars vegar tímasetningin á bólusetningunni og hins vegar á dauðsfallinu,“ sagði Rúna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þessar tilkynningar, rétt eins og allar aðrar tilkynningar um aukaverkanir, verði þó skoðaðar. Hafa skuli þó í huga að um aldraða og langveika einstaklinga sé að ræða og því alls óvíst að um orsakatengsl sé að ræða. „Þetta voru aldraðir, langveikir einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og það er alls óvíst að nokkuð orsakasamhengi sé á milli bólusetningarinnar og dauðsfallsins, annað en bara tímasetningin,“ segir Rúna. Alls hafa sextán tilkynningar um aukaverkanir af völdum Comirnaty, bóluefni Pfizer, borist Lyfjastofnun. Fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu að fjórar tilkynningar hafi verið alvarlegar en hinar tólf ekki. Flestar innsendar tilkynningar hafi varðað einkenni á stungustað, höfuðverk, svima og þreytu. Önnur einkenni hafi verið ógleði, þyngsli fyrir brjósti, andþyngsli, hægtaktur og slappleiki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundar á miðvikudag Rúna segir of snemmt að segja til um hvort þetta verði til þess að bólusetningum á öldruðum einstaklingum verði með nokkru móti breytt. „Það er kannski heldur ekki okkar. Sóttvarnalæknir og landlæknir munu eflaust skoða það en við skulum bara hafa það hugfast að í þessari fyrstu umferð hjá okkur í bólusetningu var stærstur hluti elsti hópurinn okkar og langveikir sem að eru inni á stofnunum. Það voru einungis um það bil þúsund heilbrigðisstarfsmenn sem voru bólusettir svo að þetta er okkar langveikasta fólk,“ segir Rúna. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundaði í dag til að ræða umsókn lyfjaframleiðandans Moderna fyrir markaðsleyfi fyrir bóluefni hans. Rúna segir að niðurstaða hafi ekki náðst í málinu á fundinum. „Við vorum virkilega að vona að þetta myndi nást núna á kvöldfundinum. Þeir voru búnir að gefa upp tvær dagsetningar, annars vegar 4. janúar og hins vegar 6. janúar. Þá verður 6. janúar dagsetningin sem við vinnum með og vonum að þetta verði afgreitt þá. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Það er raunverulega ekkert hægt að segja til um orsakasamband en það verður farið í að skoða það. Einu tengslin þarna eru annars vegar tímasetningin á bólusetningunni og hins vegar á dauðsfallinu,“ sagði Rúna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þessar tilkynningar, rétt eins og allar aðrar tilkynningar um aukaverkanir, verði þó skoðaðar. Hafa skuli þó í huga að um aldraða og langveika einstaklinga sé að ræða og því alls óvíst að um orsakatengsl sé að ræða. „Þetta voru aldraðir, langveikir einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og það er alls óvíst að nokkuð orsakasamhengi sé á milli bólusetningarinnar og dauðsfallsins, annað en bara tímasetningin,“ segir Rúna. Alls hafa sextán tilkynningar um aukaverkanir af völdum Comirnaty, bóluefni Pfizer, borist Lyfjastofnun. Fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu að fjórar tilkynningar hafi verið alvarlegar en hinar tólf ekki. Flestar innsendar tilkynningar hafi varðað einkenni á stungustað, höfuðverk, svima og þreytu. Önnur einkenni hafi verið ógleði, þyngsli fyrir brjósti, andþyngsli, hægtaktur og slappleiki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundar á miðvikudag Rúna segir of snemmt að segja til um hvort þetta verði til þess að bólusetningum á öldruðum einstaklingum verði með nokkru móti breytt. „Það er kannski heldur ekki okkar. Sóttvarnalæknir og landlæknir munu eflaust skoða það en við skulum bara hafa það hugfast að í þessari fyrstu umferð hjá okkur í bólusetningu var stærstur hluti elsti hópurinn okkar og langveikir sem að eru inni á stofnunum. Það voru einungis um það bil þúsund heilbrigðisstarfsmenn sem voru bólusettir svo að þetta er okkar langveikasta fólk,“ segir Rúna. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundaði í dag til að ræða umsókn lyfjaframleiðandans Moderna fyrir markaðsleyfi fyrir bóluefni hans. Rúna segir að niðurstaða hafi ekki náðst í málinu á fundinum. „Við vorum virkilega að vona að þetta myndi nást núna á kvöldfundinum. Þeir voru búnir að gefa upp tvær dagsetningar, annars vegar 4. janúar og hins vegar 6. janúar. Þá verður 6. janúar dagsetningin sem við vinnum með og vonum að þetta verði afgreitt þá.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira