Bordeaux er í þriðja sæti deildarinnar eins og er; á eftir stórliðunum PSG og Lyon.
Svava verður fjórði leikmaðurinn í franska kvennaboltanum en Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Lyon og Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir með Le Havre.
Svava var síðast á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð en hér heima hefur hún leikið með bæði uppeldisfélaginu Val og Breiðabliki.
Hún hefur leikið 24 A-landsleiki og skorað í þeim eitt mark.
Dans les coulisses de l'arrivée de Svava Ros Gudmundsdottir https://t.co/d4V3In6ezM pic.twitter.com/u7wiIKR3jM
— FCGB Féminines (@FCGBWomen) January 4, 2021