Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2021 19:07 Yfirlæknir á Grund segir fulla ástæðu til að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólk í viðkvæmum hópum. Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. Lyfjastofnun hefur alls borist sextán tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjórar teljast alvarlegar og þar af eru dauðsföllin þrjú. Í öllum tilfellum var um að ræða aldraða einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Einn þeirra var karlmaður á níræðisaldri sem var bólusettur var á hjúkrunarheimilinu Mörk á miðvikudag líkt og aðrir heimilismenn. Hann lést um helgina. Mörkin er hluti af Grundarheimilunum og segir yfirlæknir þar andlátið hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands, þar sem stofnunin heldur utan um aukaverkanir lyfja. „En það er ekki þar með sagt að við teljum að það sé beint orsakasamband þarna á milli. Við erum með mjög viðkvæman hóp, hvort sem það er fyrir covid eða öðru,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund.vísir/skjáskot Hún segir að öll andlát sem munu eiga sér stað í kringum bólusetningar verði tilkynnt. Hún telur að yfir 95 prósent heimilismanna hafi nú fengið fyrri skammt af bóluefni.„ Þetta eru örfáir sem annað hvort vildu ekki eða voru of veikir til að fá það.“ Bólusetning hafi annars gengið vel og algengustu aukaverkanir voru vægur hiti og beinverkir. „En það eru kannski nokkur tilfelli þar sem eru roði á stungustað, vöðvaverkir, nefrennsli og eitthvað slíkt. Annars vitum við ekki af neinu öruggu alvarlegu tilfelli.“ Helga segir fulla ástæðu til að fylgjast sérstaklega vel með áhrifum bólusetningar á fólk á hjúkrunarheimilum. „Það hefði svo sem verið ágætt ef það hefði náðst tími fyrir bólusetninguna, að við hefðum getað haft standardíserað eyðublað, til þess að fylla út fyrir hvern og einn. Vegna þess að það er ekki mikið af rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópum í heiminum. Það hefur verið eitthvað af eldra fólki í rannsóknum en ekki mikið á hjúkrunarheimilum, sem er náttúrulega viðkvæmasti hópurinn fyrir vondri útkomu á öllu sem við gerum. Þess vegnar finnst mér full ástæða til þess að það sé skoðað sérstaklega.“ Getty Þrátt fyrir mögulega áhættu efast hún ekki um að rétt sé að bólusetja hópinn. „Í mínum huga er engin spurning að bólusetningin sé betri en það ástand sem verið hefur. Jafnvel þó einhverjir örfáir myndu fara illa út úr því. Þetta hefur verið mjög erfitt ár á hjúkrunarheimilum og erlendis hefur því verið lýst að allt að fjörtíu prósent af þeim sem hafa látist vegna Covid hafi verið fólk á á hjúkrunarheimilum. Þessu hefur fylgt veruleg félagsleg einangrun þar sem við höfum þurft að takmarka og jafnvel banna heimsóknir. Þetta hefur allt haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks,“ segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Lyfjastofnun hefur alls borist sextán tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjórar teljast alvarlegar og þar af eru dauðsföllin þrjú. Í öllum tilfellum var um að ræða aldraða einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Einn þeirra var karlmaður á níræðisaldri sem var bólusettur var á hjúkrunarheimilinu Mörk á miðvikudag líkt og aðrir heimilismenn. Hann lést um helgina. Mörkin er hluti af Grundarheimilunum og segir yfirlæknir þar andlátið hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands, þar sem stofnunin heldur utan um aukaverkanir lyfja. „En það er ekki þar með sagt að við teljum að það sé beint orsakasamband þarna á milli. Við erum með mjög viðkvæman hóp, hvort sem það er fyrir covid eða öðru,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund.vísir/skjáskot Hún segir að öll andlát sem munu eiga sér stað í kringum bólusetningar verði tilkynnt. Hún telur að yfir 95 prósent heimilismanna hafi nú fengið fyrri skammt af bóluefni.„ Þetta eru örfáir sem annað hvort vildu ekki eða voru of veikir til að fá það.“ Bólusetning hafi annars gengið vel og algengustu aukaverkanir voru vægur hiti og beinverkir. „En það eru kannski nokkur tilfelli þar sem eru roði á stungustað, vöðvaverkir, nefrennsli og eitthvað slíkt. Annars vitum við ekki af neinu öruggu alvarlegu tilfelli.“ Helga segir fulla ástæðu til að fylgjast sérstaklega vel með áhrifum bólusetningar á fólk á hjúkrunarheimilum. „Það hefði svo sem verið ágætt ef það hefði náðst tími fyrir bólusetninguna, að við hefðum getað haft standardíserað eyðublað, til þess að fylla út fyrir hvern og einn. Vegna þess að það er ekki mikið af rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópum í heiminum. Það hefur verið eitthvað af eldra fólki í rannsóknum en ekki mikið á hjúkrunarheimilum, sem er náttúrulega viðkvæmasti hópurinn fyrir vondri útkomu á öllu sem við gerum. Þess vegnar finnst mér full ástæða til þess að það sé skoðað sérstaklega.“ Getty Þrátt fyrir mögulega áhættu efast hún ekki um að rétt sé að bólusetja hópinn. „Í mínum huga er engin spurning að bólusetningin sé betri en það ástand sem verið hefur. Jafnvel þó einhverjir örfáir myndu fara illa út úr því. Þetta hefur verið mjög erfitt ár á hjúkrunarheimilum og erlendis hefur því verið lýst að allt að fjörtíu prósent af þeim sem hafa látist vegna Covid hafi verið fólk á á hjúkrunarheimilum. Þessu hefur fylgt veruleg félagsleg einangrun þar sem við höfum þurft að takmarka og jafnvel banna heimsóknir. Þetta hefur allt haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks,“ segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent