Brexit að skapa vandræði fyrir Stóra Sam í björgunaraðgerðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 10:01 Sam Allardyce gæti líklega ekki verið í meira krefjandi verkefni en að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Getty/Adam Fradgley Bretland er ekki lengur í Evrópusambandinu og frjálst flæði leikmanna frá Evrópu tilheyrir nú fortíðinni. Þetta munu liðin í ensku úrvalsdeildinni finna fyrir strax í janúar 2021. Hinn 66 ára gamli Sam Allardyce tók að sér risastórt verkefni á dögunum en hann ætlar að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Til að það takist þá þarf Sam Allardyce auðvitað að sækja sér liðstyrk í janúarglugganum en það gæti reynst enn erfiðara nú þegar nýtt ár er gengið í garð og nýjar reglur eru farnar að flækjast fyrir. Sam Allardyce kvartaði yfir því í gær að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu sé að gera honum mun erfiðara fyrir að fá nýja leikmenn. Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu um þessi áramót og fyrir vikið er mun meira mál að fá atvinnuleyfi fyrir leikmenn frá þjóðum innan Evrópusambandsins. West Brom have had to pull out of three potential deals over work permit issues. Posted by Sky Sports on Sunnudagur, 3. janúar 2021 Það er líka alveg ljóst að West Bromwich Albion þarf á hjálp að halda en liðið tapaði 4-0 á móti Arsenal á laugardaginn og 5-0 á móti Leeds í leiknum á undan. Sam Allardyce staðfesti það í viðtali við Sky Sports að hann hafi þegar misst af þremur leikmönnum vegna þess að það var ekki hægt að útvega atvinnuleyfi fyrir þá. „Ég var búinn að finna þrjá leikmenn sem gætu komið hingað en mega það ekki. Það er synd,“ sagði Sam Allardyce. Allardyce ætlar að reyna að fá leikmenn á láni eða gera við þá stutta samninga. „Vegna nýrra reglna þá gátu þessir leikmenn ekki komið til landsins en þeir hefðu aftur á móti mátt það áður. Nú þarf ég að velta því fyrir mér hvort leikmenn geta fengið þetta leyfi. Þetta hefur gert stjóralífið mitt aðeins erfiðara. Þetta tengist ekki beint heimsfaraldrinum heldur er þetta tengt reglubreytingum vegna Brexit,“ sagði Sam. „Við munum gera það sem við getum til að finna leikmenn í miðjum heimsfaraldri en þetta verður erfiðasti félagsskiptagluggi sem ég hef unnið með á mínum ferli,“ sagði Sam Allardyce. Stór Sam talaði líka um það að þeir leikmenn sem koma verði að vera betri en þeir leikmenn sem eru fyrir. Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Hinn 66 ára gamli Sam Allardyce tók að sér risastórt verkefni á dögunum en hann ætlar að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Til að það takist þá þarf Sam Allardyce auðvitað að sækja sér liðstyrk í janúarglugganum en það gæti reynst enn erfiðara nú þegar nýtt ár er gengið í garð og nýjar reglur eru farnar að flækjast fyrir. Sam Allardyce kvartaði yfir því í gær að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu sé að gera honum mun erfiðara fyrir að fá nýja leikmenn. Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu um þessi áramót og fyrir vikið er mun meira mál að fá atvinnuleyfi fyrir leikmenn frá þjóðum innan Evrópusambandsins. West Brom have had to pull out of three potential deals over work permit issues. Posted by Sky Sports on Sunnudagur, 3. janúar 2021 Það er líka alveg ljóst að West Bromwich Albion þarf á hjálp að halda en liðið tapaði 4-0 á móti Arsenal á laugardaginn og 5-0 á móti Leeds í leiknum á undan. Sam Allardyce staðfesti það í viðtali við Sky Sports að hann hafi þegar misst af þremur leikmönnum vegna þess að það var ekki hægt að útvega atvinnuleyfi fyrir þá. „Ég var búinn að finna þrjá leikmenn sem gætu komið hingað en mega það ekki. Það er synd,“ sagði Sam Allardyce. Allardyce ætlar að reyna að fá leikmenn á láni eða gera við þá stutta samninga. „Vegna nýrra reglna þá gátu þessir leikmenn ekki komið til landsins en þeir hefðu aftur á móti mátt það áður. Nú þarf ég að velta því fyrir mér hvort leikmenn geta fengið þetta leyfi. Þetta hefur gert stjóralífið mitt aðeins erfiðara. Þetta tengist ekki beint heimsfaraldrinum heldur er þetta tengt reglubreytingum vegna Brexit,“ sagði Sam. „Við munum gera það sem við getum til að finna leikmenn í miðjum heimsfaraldri en þetta verður erfiðasti félagsskiptagluggi sem ég hef unnið með á mínum ferli,“ sagði Sam Allardyce. Stór Sam talaði líka um það að þeir leikmenn sem koma verði að vera betri en þeir leikmenn sem eru fyrir.
Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira