Rangers hafði betur 1-0 en markið var sjálfsmark tuttugu mínútum fyrir leikslok. Það var þó markvörðurinn Allan McGregor sem fékk allt hrós Gerrard í leikslok.
„Þetta snýst allt saman um úrslit og það er gott að við vinnum þegar við erum ekki upp á okkar besta,“ voru fyrstu viðbrögð fyrrum Liverpool fyrirliðans í leikslok.
„McGregor var ótrúlegur. Hann er heimsklassa markvörður og maður getur treyst á hann. Ég vissi það fyrir fram af hverju hann hefur verið mikilvægur hér en nú sé ég það enn betur.“
Steven Gerrard hails world-class Old Firm display from Allan McGregorhttps://t.co/Wx2ItbS7JL.
— PA Dugout (@PAdugout) January 2, 2021
Eins og áður segir er Rangers nú á toppi deildarinnar, með nítján stigum meira en Celtic, sem á þó þrjá leiki til góða. Gerrard er því ekki farinn að fagna.
„Núna horfum við í leikinn gegn Aberdeen og það eru fullt af hindrunum framundan. Í dag snérist þetta um að senda merki og nú byrjar tímabilið hjá okkur,“ sagði Gerrard.
Flestir kannast væntanlega við McGregor úr enska boltanum en hann lék 141 leik fyrir Hull á sínum tíma. Einnig lék hann fyrir Cardiff eitt tímabilið áður en hann snéri aftur heim til Rangers árið 2018.