Cavani var dæmdur I bannið eftir að hafa endurpóstaði færslu frá nánum vini sínum með orði sem hefur verið túlkað sem kynþáttaníð en úrúgvæski framherjinn þvertekur fyrir það.
Cavani eyddi á endanum færslunni eftir að hafa fengið ábendingar um að þetta gæti verið túlkað sem kynþáttaníð en það dugði þó ekki til þess að sleppa við bannið.
„Ef þeir setja þig í bann fyrir þetta þá er heimurinn að fara í skítinn (e. shit). Knús og vertu sterkur,“ skrifaði Herrera við færslu Cavani þar sem hann sagðist ósammála dómnum en myndi taka út sína refsingu.
Cavani missti af leiknum gegn Aston Villa í gærkvöldi og mun einnig af Manchester slagnum í deildarbikarnum og enska bikarslagnum gegn Watford.
Cavani og Herrera léku saman á síðustu leiktíð með PSG áður en Cavani yfirgaf félagið og samdi svo við United.
Ander Herrera defends Edinson Cavani after he was slapped with a three-match ban https://t.co/7T4c5IiHf9
— MailOnline Sport (@MailSport) January 1, 2021