Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins og er vísað í blaðamannafund lögreglunnar á svæðinu sem hófst klukkan 15 á staðartíma.
Þar kemur fram að ekki sé búið að láta aðstandendur hins látna vita og því verði ekki upplýst um kyn eða aldur viðkomandi, að því er haft eftir Roy Alkvist, yfirmanni aðgerðarhóps lögreglunnar á svæðinu.
Leitar- og björgunarsveitir hófu í dag leit á mesta hættusvæðinu en hingað til hafði ekki verið talið öruggt að fara inn á svæðið.