Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2021 10:40 Geyma þarf bóluefni Moderna við um 20 gráðu frost. Charlie Riedel/AP Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. Lögreglan í Grafton, skammt frá borginni Wisconsin, segir að lyfjafræðingurinn hafi verið handtekinn vegna gruns um gáleysislega hegðun sem setti fólk í hættu, að eiga við lyfseðilsskylt lyf og eignaspjöll. Lyfjafræðingnum hefur verið sagt upp störfum og er í haldi lögreglunnar en nafn hans hefur ekki verið gefið út þar sem hann hefur ekki verið ákærður, samkvæmt AP. Lögregla hefur þá ekki komist að raun um það hvað bjó að baki verknaðinum, en telur að lyfjafræðingurinn hafi viljandi spillt bóluefninu til þess að fólk sem yrði bólusett með því teldi sig ranglega var varið gegn Covid-19. Samkvæmt fréttum vestanhafs fjarlægði lyfjafræðingurinn 570 skammta af bóluefninu úr kæliskáp á sjúkrahúsinu í Grafton aðfaranótt jóladags. Hann hafi síðan skilað þeim aftur í kælingu, en tekið þáu aftur út sólarhring síðar og þá ekki skilað þeim. Upp komst um verknaðinn daginn eftir þegar lyfjatæknir tók eftir því að bóluefnið lá á glámbekk. Sjálfur hefur lyfjafræðingurinn sagt að hann hafi aðeins ætlað að færa bóluefnið til þess að komast að öðrum munum sem voru í kælingu. Hann hafi síðan gleymt að skila bóluefninu aftur á sinn stað. Bóluefni Moderna er hægt að nota í allt að 12 tíma eftir að það hefur verið tekið úr frosti, en það þarf að geymast við 20 gráðu frost. Talið er að andvirði bóluefnisins sem fór til spillis sé allt að 11.000 dollarar eða um 1,4 milljónir króna. Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Lögreglan í Grafton, skammt frá borginni Wisconsin, segir að lyfjafræðingurinn hafi verið handtekinn vegna gruns um gáleysislega hegðun sem setti fólk í hættu, að eiga við lyfseðilsskylt lyf og eignaspjöll. Lyfjafræðingnum hefur verið sagt upp störfum og er í haldi lögreglunnar en nafn hans hefur ekki verið gefið út þar sem hann hefur ekki verið ákærður, samkvæmt AP. Lögregla hefur þá ekki komist að raun um það hvað bjó að baki verknaðinum, en telur að lyfjafræðingurinn hafi viljandi spillt bóluefninu til þess að fólk sem yrði bólusett með því teldi sig ranglega var varið gegn Covid-19. Samkvæmt fréttum vestanhafs fjarlægði lyfjafræðingurinn 570 skammta af bóluefninu úr kæliskáp á sjúkrahúsinu í Grafton aðfaranótt jóladags. Hann hafi síðan skilað þeim aftur í kælingu, en tekið þáu aftur út sólarhring síðar og þá ekki skilað þeim. Upp komst um verknaðinn daginn eftir þegar lyfjatæknir tók eftir því að bóluefnið lá á glámbekk. Sjálfur hefur lyfjafræðingurinn sagt að hann hafi aðeins ætlað að færa bóluefnið til þess að komast að öðrum munum sem voru í kælingu. Hann hafi síðan gleymt að skila bóluefninu aftur á sinn stað. Bóluefni Moderna er hægt að nota í allt að 12 tíma eftir að það hefur verið tekið úr frosti, en það þarf að geymast við 20 gráðu frost. Talið er að andvirði bóluefnisins sem fór til spillis sé allt að 11.000 dollarar eða um 1,4 milljónir króna.
Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira