Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila fengu margir heimsókn frá ástvini í dag, í fyrsta sinn í sextíu daga. Forstjóri Hrafnistu segir um mikinn hátíðisdag að ræða en heimsóknir verða þó áfram takmarkaðar. Við fjöllum um þetta og rýmkun samkomubanns í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.
Við skoðum líka nýjar tölur um rýrnun jökla, sem sjaldan hefur mælst jafnmikil og í fyrra. Án róttækra aðgerða munu helstu jöklar hverfa að stórum hluta á næstu hundrað til tvö hundruð árum.
Þá kynnum við okkur björgunaraðgerðir fyrir erlend flugfélög og könnum hvernig fyrsti dagur strandveiða gekk í dag.
Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.