Lýsti kveðjusímtali við fjölskyldu sína fyrir öndunarvél Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 22:12 Bretar hafa orðið nokkuð illa úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar og hafa rúmlega 28 þúsund dáið, samkvæmt opinberum tölum. Hér má sjá sérstakt Covid-19 sjúkrahús sem reist var í Skotlandi. EPA/Robert Perry Hinn breski Darren Buttrick grátbað hjúkrunarfræðinga og lækna um að láta hann ekki deyja áður en hann náði að tala við fjölskyldu sína. Hann fékk svo korter til að hringja nokkur símtöl áður en hann var færður á gjörgæslu og í öndunarvél vegna veikinda hans af völdum Covid-19. Buttrick greindist með veiruna þann 11. mars og var hann ekki með neina undirliggjandi heilsukvilla. Hiti hans fór yfir fjörutíu gráður og sagði hann að það að anda væri eins og vera kyrktur. Hann var þó settur í dá og á öndunarvél. „Ég grét og grátbað læknana og hjúkrunarfræðingana um að láta mig ekki deyja. Ég grátbað,“ sagði Buttrick við Sky News. Eins og áður segir fékk hann að hringja nokkur símtöl. „Að þurfa að segja það við Angelu, foreldra mína, bræður, systur, fjölskyldu, vini, að þetta gæti verið síðasta samtal okkar og að ég elskaði þau. Það var mjög erfitt og ég hágrét.“ Einn hjúkrunarfræðingur hét því þó að Buttrick myndi ekki deyja. Hann segir hana hafa horft á hann og sagt að þau myndu bjarga honum. síðan hafi hún sagt honum að telja upp að tíu. „Ég held ég hafi komist í þrjá og ég hugsaði að mögulega myndi ég aldrei vakna aftur. Þarna gæti ég verið að deyja. Sem betur fer vaknaði ég og náði mér.“ Buttrick hefur náð sér að fullu en hann segist eiga erfitt með að gleyma því sem hann sá á gjörgæslunni. Það hafi verið hræðilegt að sjá allt þetta fólk meðvitundarlaust í öndunarvélum og það muni fylgja honum til æviloka. A father of three who survived #COVID19 has revealed how nurses gave him 15 minutes to call loved ones in case he never came out of intensive care https://t.co/dMHqq6b00A— SkyNews (@SkyNews) May 3, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, þó fjöldi látinna sé álíka mikill. 3. maí 2020 17:51 Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. 3. maí 2020 15:45 Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 2. maí 2020 23:33 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hinn breski Darren Buttrick grátbað hjúkrunarfræðinga og lækna um að láta hann ekki deyja áður en hann náði að tala við fjölskyldu sína. Hann fékk svo korter til að hringja nokkur símtöl áður en hann var færður á gjörgæslu og í öndunarvél vegna veikinda hans af völdum Covid-19. Buttrick greindist með veiruna þann 11. mars og var hann ekki með neina undirliggjandi heilsukvilla. Hiti hans fór yfir fjörutíu gráður og sagði hann að það að anda væri eins og vera kyrktur. Hann var þó settur í dá og á öndunarvél. „Ég grét og grátbað læknana og hjúkrunarfræðingana um að láta mig ekki deyja. Ég grátbað,“ sagði Buttrick við Sky News. Eins og áður segir fékk hann að hringja nokkur símtöl. „Að þurfa að segja það við Angelu, foreldra mína, bræður, systur, fjölskyldu, vini, að þetta gæti verið síðasta samtal okkar og að ég elskaði þau. Það var mjög erfitt og ég hágrét.“ Einn hjúkrunarfræðingur hét því þó að Buttrick myndi ekki deyja. Hann segir hana hafa horft á hann og sagt að þau myndu bjarga honum. síðan hafi hún sagt honum að telja upp að tíu. „Ég held ég hafi komist í þrjá og ég hugsaði að mögulega myndi ég aldrei vakna aftur. Þarna gæti ég verið að deyja. Sem betur fer vaknaði ég og náði mér.“ Buttrick hefur náð sér að fullu en hann segist eiga erfitt með að gleyma því sem hann sá á gjörgæslunni. Það hafi verið hræðilegt að sjá allt þetta fólk meðvitundarlaust í öndunarvélum og það muni fylgja honum til æviloka. A father of three who survived #COVID19 has revealed how nurses gave him 15 minutes to call loved ones in case he never came out of intensive care https://t.co/dMHqq6b00A— SkyNews (@SkyNews) May 3, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, þó fjöldi látinna sé álíka mikill. 3. maí 2020 17:51 Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. 3. maí 2020 15:45 Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 2. maí 2020 23:33 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, þó fjöldi látinna sé álíka mikill. 3. maí 2020 17:51
Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. 3. maí 2020 15:45
Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 2. maí 2020 23:33