Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2020 15:45 Búin var til viðbragðsáætlun ef ske kynni að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, dæi vegna Covid-19. EPA/ANDREW PARSONS Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. Johnson lá fárveikur inni á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Hann sagði að á tímabili hafi verið helmingslíkur á því að hann hefði þurft að fara í öndunarvél í viðtali við tímaritið Sun í dag. „Þetta var mjög erfitt augnablik, ég neita því ekki,“ bætti hann við. Hann sagði að læknarnir hans hafi búið til viðbragðsáætlun ef hann félli frá. „Þeir voru með áætlun til að fara eftir ef upp kæmu aðstæður eins og þegar Stalín dó,“ sagði hann og vísaði til fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, Jóseps Stalín. Johnson sagði að sér hafi verið gefnir tugir lítra af súrefni til að halda sér á lífi og sagði góðan bata sinn mega rekja til góðrar hjúkrunar. „Ég verð klökkur þegar ég hugsa til þess… en þetta var magnað.“ Johnson greindist með Covid-19 þann 26. Mars og var hann lagður inn á sjúkrahús tíu dögum síðar. Sólarhring seinna var hann lagður inn á gjörgæslu. „Það var erfitt að trúa því að á aðeins nokkrum dögum hafi heilsa mín hrakað svo mikið,“ sagði hann. Johnson hefur lofað heilbrigðisstarfsfólk í bak og fyrir eftir að honum batnaði af sjúkdómnum. Hann og Carrie Symonds, unnusta hans, skírðu nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas, að hluta í höfuð tveggja lækna sem parið segir hafa bjargað lífi forsætisráðherrans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. 2. maí 2020 18:28 Johnson og Symonds eignuðust dreng Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel. 29. apríl 2020 09:20 Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27. apríl 2020 14:05 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. Johnson lá fárveikur inni á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Hann sagði að á tímabili hafi verið helmingslíkur á því að hann hefði þurft að fara í öndunarvél í viðtali við tímaritið Sun í dag. „Þetta var mjög erfitt augnablik, ég neita því ekki,“ bætti hann við. Hann sagði að læknarnir hans hafi búið til viðbragðsáætlun ef hann félli frá. „Þeir voru með áætlun til að fara eftir ef upp kæmu aðstæður eins og þegar Stalín dó,“ sagði hann og vísaði til fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, Jóseps Stalín. Johnson sagði að sér hafi verið gefnir tugir lítra af súrefni til að halda sér á lífi og sagði góðan bata sinn mega rekja til góðrar hjúkrunar. „Ég verð klökkur þegar ég hugsa til þess… en þetta var magnað.“ Johnson greindist með Covid-19 þann 26. Mars og var hann lagður inn á sjúkrahús tíu dögum síðar. Sólarhring seinna var hann lagður inn á gjörgæslu. „Það var erfitt að trúa því að á aðeins nokkrum dögum hafi heilsa mín hrakað svo mikið,“ sagði hann. Johnson hefur lofað heilbrigðisstarfsfólk í bak og fyrir eftir að honum batnaði af sjúkdómnum. Hann og Carrie Symonds, unnusta hans, skírðu nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas, að hluta í höfuð tveggja lækna sem parið segir hafa bjargað lífi forsætisráðherrans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. 2. maí 2020 18:28 Johnson og Symonds eignuðust dreng Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel. 29. apríl 2020 09:20 Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27. apríl 2020 14:05 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. 2. maí 2020 18:28
Johnson og Symonds eignuðust dreng Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel. 29. apríl 2020 09:20
Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27. apríl 2020 14:05