Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2020 19:59 Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar yrðu stöðvaðar á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Sjá einnig: Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn Fréttastofan ræddi við sjómenn á Akranesi sem eru vægast sagt ekki sáttir. Kristófer Jónsson, sjómaður og eigandi smábáts, segir þetta vera einfalda stærðfræði. „Menn fara lóðrétt á hausinn með þessa báta og svo eru menn búnir að taka sér frí frá annarri vinnu til að sinna þessu líka.“ Gísli Geirsson sagðist finnast þetta ferleg ákvörðun. „Við erum ekki að veiða nema kannski tvö, þrjú hundruð tonn hérna á Akranesi. Þetta eru 4.600 tonn og það er er ekkert eftir fyrir okkur. Þetta lítur bara illa út.“ Haraldur Jónsson segir þetta koma illa við alla grásleppumenn á Skipaskaganum. „Við erum nú þannig staðsettir að við getum ekki byrjað, eins og Norðlendingarnir, tíunda mars. Við byrjum mun, mun seinna og sumir okkar hérna eru ekki byrjaðir. Ég á enn eftir tíu trossur í sjó. Verð ég ólöglegur á morgun þegar ég fer að sækja þær?“ Gísli sagði menn hafa lagt mikinn kostnað í vertíðina sem er væntanlega tapaður núna. Að endingu sagði Gísli Kristófer svo að hann vissi ekki til þess að ráðherra hefði stöðvað veiðarnar áður. Markaðurinn hefði hins vegar gert það. Hinir tveir virtust sammála Gísla þegar hann sagði svona vinnubrögð ekki ganga upp hjá ráðherra. Haraldur bætti við það og sagðist ekki skilja af hverju veiðin hefði ekki bara verið stöðvuð fyrir norðan og svo velti hann vöngum yfir því af hverju sjómenn í Breiðafirði fengju að veiða í fimmtán daga í maí. Sjávarútvegur Akranes Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar yrðu stöðvaðar á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Sjá einnig: Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn Fréttastofan ræddi við sjómenn á Akranesi sem eru vægast sagt ekki sáttir. Kristófer Jónsson, sjómaður og eigandi smábáts, segir þetta vera einfalda stærðfræði. „Menn fara lóðrétt á hausinn með þessa báta og svo eru menn búnir að taka sér frí frá annarri vinnu til að sinna þessu líka.“ Gísli Geirsson sagðist finnast þetta ferleg ákvörðun. „Við erum ekki að veiða nema kannski tvö, þrjú hundruð tonn hérna á Akranesi. Þetta eru 4.600 tonn og það er er ekkert eftir fyrir okkur. Þetta lítur bara illa út.“ Haraldur Jónsson segir þetta koma illa við alla grásleppumenn á Skipaskaganum. „Við erum nú þannig staðsettir að við getum ekki byrjað, eins og Norðlendingarnir, tíunda mars. Við byrjum mun, mun seinna og sumir okkar hérna eru ekki byrjaðir. Ég á enn eftir tíu trossur í sjó. Verð ég ólöglegur á morgun þegar ég fer að sækja þær?“ Gísli sagði menn hafa lagt mikinn kostnað í vertíðina sem er væntanlega tapaður núna. Að endingu sagði Gísli Kristófer svo að hann vissi ekki til þess að ráðherra hefði stöðvað veiðarnar áður. Markaðurinn hefði hins vegar gert það. Hinir tveir virtust sammála Gísla þegar hann sagði svona vinnubrögð ekki ganga upp hjá ráðherra. Haraldur bætti við það og sagðist ekki skilja af hverju veiðin hefði ekki bara verið stöðvuð fyrir norðan og svo velti hann vöngum yfir því af hverju sjómenn í Breiðafirði fengju að veiða í fimmtán daga í maí.
Sjávarútvegur Akranes Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira