Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 19:16 Aron Bjarnason lék með Breiðablik áður en hann hélt til Ungverjalands. Vísir/Bára Vængmaðurinn Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á komandi leiktímabili. Kemur hann á láni frá ungverska úrvalsdeildarliðinu Újpest. Gildir lánsamningurinn út leiktímabilið sem fer af stað um miðbik júní mánaðar næstkomandi. Greindi knattspyrnudeild Vals frá þessu nú rétt í þessu. Aron lék alls sextán deildarleiki með Újpest í vetur áður en deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins. Gekk honum illa að brjótast inn í byrjunarliðið og er nú kominn aftur í Pepsi Max deildina. Aron, sem er fæddur árið 1995, lék með Breiðablik áður en hann hélt til Ungverjalands. Þar áður lék hann með Fram og ÍBV. Alls hefur hann leikið 113 leiki í efstu deild hér á landi og skorað 23 mörk. Þá lék hann fyrir bæði U-18 og U-19 ára landslið Íslands á sínum tíma. Í mars sagðist Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, vilja styrkja hóp Vals en honum fannst liðinu helst vanta annan framherja. „Ef þú lítur á þennan hóp sem þú varst með inn á töflu áðan, þá vantar breidd fram á við. Patrick Pedersen er eina náttúrlega nían í hópnum,“ sagði Heimir í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportið í kvöld. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Aron er ekki framherji en mögulega mun hann leysa stöðu framherja þegar þar að kemur. Eða þá að Valsmenn eiga eftir að fá til sín fleiri leikmenn. Valur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Vængmaðurinn Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á komandi leiktímabili. Kemur hann á láni frá ungverska úrvalsdeildarliðinu Újpest. Gildir lánsamningurinn út leiktímabilið sem fer af stað um miðbik júní mánaðar næstkomandi. Greindi knattspyrnudeild Vals frá þessu nú rétt í þessu. Aron lék alls sextán deildarleiki með Újpest í vetur áður en deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins. Gekk honum illa að brjótast inn í byrjunarliðið og er nú kominn aftur í Pepsi Max deildina. Aron, sem er fæddur árið 1995, lék með Breiðablik áður en hann hélt til Ungverjalands. Þar áður lék hann með Fram og ÍBV. Alls hefur hann leikið 113 leiki í efstu deild hér á landi og skorað 23 mörk. Þá lék hann fyrir bæði U-18 og U-19 ára landslið Íslands á sínum tíma. Í mars sagðist Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, vilja styrkja hóp Vals en honum fannst liðinu helst vanta annan framherja. „Ef þú lítur á þennan hóp sem þú varst með inn á töflu áðan, þá vantar breidd fram á við. Patrick Pedersen er eina náttúrlega nían í hópnum,“ sagði Heimir í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportið í kvöld. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Aron er ekki framherji en mögulega mun hann leysa stöðu framherja þegar þar að kemur. Eða þá að Valsmenn eiga eftir að fá til sín fleiri leikmenn.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Valur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10