Aldrei fengið leið á burstagerð þrátt fyrir rúm 60 ár í starfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. maí 2020 18:50 Burstagerð á sér margra áratuga sögu hér á Íslandi og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Elsti starfsmaðurinn hefur framleitt bursta í sextíu ár. Framleiðsla hófst þegar Hróbjartur Árnason, burstagerðarmeistari, stofnaði Burstagerðina 1. maí 1930. Hróbjartur er eini Íslendingurinn sem fékk meistarabréf í þessari iðn og var því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Burstagerð á Íslandi á sér langa sögu og hefur framleiðsla verið hér í 90 ár. Þvottaburstar sem notaðir eru til að mynda við að kústa bíla á bílaþvottaplani hafa verið framleiddir hér í áratugi. Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður hefur starfað í faginu í rúm 60 ár og ætlar sér að halda áfram.Vísir/Jóhann K. Enn að eftir rúm 60 ár í starfi Fyrirtækið og framleiðslan hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá fyrsta degi. Þegar best lét voru 14 manns við framleiðslu en í dag er einn eftir og hefur hann framleitt bursta í yfir 60 ár. „Ég byrjaði 1959 niður á Laugavegi. Það hefur mikið breyst síðan. Þá var handnýtt dálítið af burstum og svoleiðis,“ segir Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður. Í gegnum áratugina hefur tækninni fleytt fram en tækin sem notuð eru við burstagerðina hér á landi eru frá áttunda áratugnum. Kjartan segir að eftirspurn hafi á síðustu árum aukist. „Það jókst mikið eftirspurn eftir sér framleiddum burstum eftir hrunið,“ segir Kjartan. Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum þegar hann var 16 eða 17 ára og hefur komið að framleiðslunni síðan.Vísir/Jóhann K. Tók við rekstrinum af föður sínum á sautjánda ári Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum á sínum tíma og þannig hefur fyrirtækið erfst á milli kynslóða. „Ég tók við rekstrinum þegar ég var 16 eða 17 ára samhliða skólagöngu og búinn að vera í þessu síðan nema nú er sonurinn tekinn við,“ segir Friðrik Hróbjartsson, sonur stofnanda fyrirtækisins. Kjartan segist hvergi á förum þrátt fyrir langan starfsaldur „Ég er lítið fyrir að skipta ef mér líkar staðurinn þar sem ég er. Þetta eru búin að vera mjög góð ár,“ Hefur aldrei komið sá dagur að þér hafi fundist þetta leiðinlegt? „Nei, aldrei,“ segir Kjartan og brosir. Garðabær Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Burstagerð á sér margra áratuga sögu hér á Íslandi og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Elsti starfsmaðurinn hefur framleitt bursta í sextíu ár. Framleiðsla hófst þegar Hróbjartur Árnason, burstagerðarmeistari, stofnaði Burstagerðina 1. maí 1930. Hróbjartur er eini Íslendingurinn sem fékk meistarabréf í þessari iðn og var því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Burstagerð á Íslandi á sér langa sögu og hefur framleiðsla verið hér í 90 ár. Þvottaburstar sem notaðir eru til að mynda við að kústa bíla á bílaþvottaplani hafa verið framleiddir hér í áratugi. Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður hefur starfað í faginu í rúm 60 ár og ætlar sér að halda áfram.Vísir/Jóhann K. Enn að eftir rúm 60 ár í starfi Fyrirtækið og framleiðslan hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá fyrsta degi. Þegar best lét voru 14 manns við framleiðslu en í dag er einn eftir og hefur hann framleitt bursta í yfir 60 ár. „Ég byrjaði 1959 niður á Laugavegi. Það hefur mikið breyst síðan. Þá var handnýtt dálítið af burstum og svoleiðis,“ segir Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður. Í gegnum áratugina hefur tækninni fleytt fram en tækin sem notuð eru við burstagerðina hér á landi eru frá áttunda áratugnum. Kjartan segir að eftirspurn hafi á síðustu árum aukist. „Það jókst mikið eftirspurn eftir sér framleiddum burstum eftir hrunið,“ segir Kjartan. Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum þegar hann var 16 eða 17 ára og hefur komið að framleiðslunni síðan.Vísir/Jóhann K. Tók við rekstrinum af föður sínum á sautjánda ári Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum á sínum tíma og þannig hefur fyrirtækið erfst á milli kynslóða. „Ég tók við rekstrinum þegar ég var 16 eða 17 ára samhliða skólagöngu og búinn að vera í þessu síðan nema nú er sonurinn tekinn við,“ segir Friðrik Hróbjartsson, sonur stofnanda fyrirtækisins. Kjartan segist hvergi á förum þrátt fyrir langan starfsaldur „Ég er lítið fyrir að skipta ef mér líkar staðurinn þar sem ég er. Þetta eru búin að vera mjög góð ár,“ Hefur aldrei komið sá dagur að þér hafi fundist þetta leiðinlegt? „Nei, aldrei,“ segir Kjartan og brosir.
Garðabær Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira