Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 17:50 Skjáskot úr viðtali Joe Biden í þættinum Morning Joe á MSNBC í morgun. Þar svaraði hann í fyrsta skipti fyrir ásakanir fyrrverandi starfsmanns um kynferðisárás. AP/MSNBC/Morning Joe Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður Delaware, hefur sakað frambjóðandann um að hafa ráðist á sig kynferðislega fyrir 27 árum. Framboð Biden hefur hafnað ásökunum afdráttarlaust en þar til í dag hafði Biden ekki svarað þeim persónulega. „Þær eru ekki sannar. Þetta gerðist aldrei,“ fullyrti Biden í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun. Biden fylgdi yfirlýsingunni eftir með viðtali á sjónvarpsstöðinni MSNBC þar sem hann ítrekað að atvikið sem Reade hefur lýst hefði aldrei átt sér stað. Krafðist Biden þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu. Segist hafa lagt fram kvörtun sem finnst ekki Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Reade hefur jafnframt fullyrt að hún hafi kvartað undan kynferðislegri áreitni, en ekki ofbeldi, þáverandi þingmannsins til starfsmannastjóra hans og til starfsmannaskrifstofu þingsins. Engin gögn hafa fundist um slíka kvörtun og Reade segist ekki eiga afrit af kvörtuninni. Þá hafa starfsmannastjórar Biden á þessum tíma hafnað því eindregið að Reade hafi rætt við þá um kynferðisárás. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Biden lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Þá sagði Reade aðeins að Biden hefði snert hana á öxlunum og hálsinum. Hún setti fram ásökunina um kynferðislega árás í viðtali fyrr á þessu ári. Reade er eina konan sem hefur sakað Biden um kynferðislegt ofbeldi. Þegar Washington Post og New York Times rannsökuðu ásakanir hennar í vor fundu blöðin engar aðrar frásagnir eða ásakanir um að Biden hefði beitt konur kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Máli sínu til stuðnings hefur Reade bent á vini og fjölskyldu sem hún greindi frá árás eða áreitni Biden á sínum tíma eða síðar. Bróðir hennar staðfesti við Washington Post að hún hefði sagt honum frá áreitni Biden árið 1993. Skömmu síðar sendi hann blaðinu smáskilaboð þar sem hann sagðist nú muna eftir að Reade hefði sagt honum frá meintri kynferðisárás. Tveir vinir Reade, sem vildu ekki koma fram undir nafni, sögðu blaðinu að Reade hefði sagt þeim frá áreitni Biden á sínum tíma. Veit ekki hvað Reade gengur til Vaxandi þrýstingur hefur verið á Biden að bregðast persónulega við ásökunum Reade, bæði á meðal demókrata og repúblikana. Pólitískir andstæðingar Biden hafa sakað hann og demókrata um tvískinnung í málum þolenda kynferðisofbeldis. Í viðtalinu í morgun vildi Biden ekki velta vöngum yfir því hvað hann teldi Reade ganga til ef ásakanir hennar væru stoðlausar eins og hann heldur fram. „Ég ætla ekki að véfengja hvað henni gengur til. Ég skil það ekki,“ sagði Biden. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður Delaware, hefur sakað frambjóðandann um að hafa ráðist á sig kynferðislega fyrir 27 árum. Framboð Biden hefur hafnað ásökunum afdráttarlaust en þar til í dag hafði Biden ekki svarað þeim persónulega. „Þær eru ekki sannar. Þetta gerðist aldrei,“ fullyrti Biden í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun. Biden fylgdi yfirlýsingunni eftir með viðtali á sjónvarpsstöðinni MSNBC þar sem hann ítrekað að atvikið sem Reade hefur lýst hefði aldrei átt sér stað. Krafðist Biden þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu. Segist hafa lagt fram kvörtun sem finnst ekki Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Reade hefur jafnframt fullyrt að hún hafi kvartað undan kynferðislegri áreitni, en ekki ofbeldi, þáverandi þingmannsins til starfsmannastjóra hans og til starfsmannaskrifstofu þingsins. Engin gögn hafa fundist um slíka kvörtun og Reade segist ekki eiga afrit af kvörtuninni. Þá hafa starfsmannastjórar Biden á þessum tíma hafnað því eindregið að Reade hafi rætt við þá um kynferðisárás. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Biden lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Þá sagði Reade aðeins að Biden hefði snert hana á öxlunum og hálsinum. Hún setti fram ásökunina um kynferðislega árás í viðtali fyrr á þessu ári. Reade er eina konan sem hefur sakað Biden um kynferðislegt ofbeldi. Þegar Washington Post og New York Times rannsökuðu ásakanir hennar í vor fundu blöðin engar aðrar frásagnir eða ásakanir um að Biden hefði beitt konur kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Máli sínu til stuðnings hefur Reade bent á vini og fjölskyldu sem hún greindi frá árás eða áreitni Biden á sínum tíma eða síðar. Bróðir hennar staðfesti við Washington Post að hún hefði sagt honum frá áreitni Biden árið 1993. Skömmu síðar sendi hann blaðinu smáskilaboð þar sem hann sagðist nú muna eftir að Reade hefði sagt honum frá meintri kynferðisárás. Tveir vinir Reade, sem vildu ekki koma fram undir nafni, sögðu blaðinu að Reade hefði sagt þeim frá áreitni Biden á sínum tíma. Veit ekki hvað Reade gengur til Vaxandi þrýstingur hefur verið á Biden að bregðast persónulega við ásökunum Reade, bæði á meðal demókrata og repúblikana. Pólitískir andstæðingar Biden hafa sakað hann og demókrata um tvískinnung í málum þolenda kynferðisofbeldis. Í viðtalinu í morgun vildi Biden ekki velta vöngum yfir því hvað hann teldi Reade ganga til ef ásakanir hennar væru stoðlausar eins og hann heldur fram. „Ég ætla ekki að véfengja hvað henni gengur til. Ég skil það ekki,“ sagði Biden.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55