Guðjón Valur hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 10:38 Guðjón Valur Sigurðsson hefur leikið sinn síðasta leik. Vísir/EPA Guðjón Valur Sigurðsson hefur spilaði sinn síðasta handboltaleik en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta að spila en síðasta tímabilið hans var með franska stórliðinu Paris Saint Germain. Guðjón Valur hefur spilað lengur en flestir því hann verður 41 árs í haust. Hann fór út í atvinnumennsku árið 2001 og spilaði því í nítján ár sem atvinnumaður. Guðjón Valur er markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi og enginn hefur tekið þátt í fleiri stórmótum fyrir Íslands hönd. Fyrsti landsleikur hans var árið 1999 og Guðjón spilaði því með íslenska landsliðnu á þremur mismunandi áratugum. Guðjón Valur skoraði alls 1879 mörk í 365 landsleikjum og á heimsmetið yfir flest mörk fyrir landslið. Hann er líka markahæsti leikmaður EM frá upphafi og varð markakóngur á HM í Þýskalandi 2007. Guðjón Valur tók alls þátt í 22 stórmótum fyrir Íslands hönd og skoraði þar 701 mark í 138 leikjum sem er að sjálfsögðu allt met. Guðjón Valur var með á ellefu Evrópumótum, átta heimsmeistaramótum og þremur Ólympíuleikum. Guðjón Valur var í silfurliði Íslands á ÓL í Peking 2008 sem og í bronsliðinu á EM í Austurríki 2010. Guðjón Valur var þrisvar sinnum valinn í úrvalsliðið á stórmóti eða á Ólympíuleikunum í Peking og svo á Evrópumótunum 2012 og 2014. Guðjón Valur hóf ferill sinn hjá Gróttu og spilaði síðan með KA áður en hann fór út í atvinnumennsku í Þýskalandi. Guðjón Valur hefur síðan spilað með mörgum af stærstu klúbbum heims eins og Kiel, Rhein Neckar Löwen, Barcelona og nú síðast Paris Saint Germain. „Handboltinn hefur opnað mér heim sem fáum auðnast og ég hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa þegar ég var ungur gutti í Gróttu. Það sem eftir lifir eru minningarnar, bæði þær sætu og þær sáru, og fólkið sem ég hef kynnst á leiðinni. Takk fyrir mig,“ skrifaði Guðjón Valur meðal annars í færslu sinni sem er bæði á íslensku og á ensku. Guðjón Valur er enn af þeim fáu leikmönnum sem hafa náð því að skora yfir tvö þúsund mörk í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta sem er að flestum talin vera sú sterkasta og sú erfiðasta í heimi. Guðjón Valur skoraði alls 2105 mörk í 459 leikjum í þýsku deildinni fyrir TuSEM Essen, VfL Gummersbach, Rhein-Neckar Löwen og THW Kiel. Guðjón Valur varð alls sjö sinnum landsmeistari, fyrst með AG Kaupmannahöfn í Danmörku 2012 en svo tvisvar þýskur meistari með Kiel (2013, 2014), tvisvar spænskur meistari með Barcelona (2015, 2016), þýskur meistari með Rhein-Neckar Löwen (2017) og loks franskur meistari með Paris Saint-Germain (2020). Guðjón Valur vann einnig Meistaradeildina með Barcelona (2015) og EHF-bikarinn með TUSEM Essen (2005). View this post on Instagram Jæja, það er komið að þeim tímapunkti sem allt íþróttafólk nær á sínum ferli. Eftir 25 ár í meistaraflokki og 21 ár í landsliðinu er loksins kominn tími á að skórnir fari á hilluna. Á svona tímamótum langar mig að þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér í gegnum súrt og sætt. Samherjum, þjálfurum, læknum, sjúkraþjálfurum, liðsstjórum, stuðningsmönnum og öllum hinum, líka mótherjum. Síðast en ekki síst langar mig að þakka fjölskyldu minni fyrir ómetanlegan stuðning og þá sérstaklega konunni minni og börnunum. Þóra, Ína, Jóna og Jason, þið hafið gert það þess virði að standa í þessu í öll þessi ár. Handboltinn hefur opnað mér heim sem fáum auðnast og ég hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa þegar ég var ungur gutti í Gróttu. Það sem eftir lifir eru minningarnar, bæði þær sætu og þær sáru, og fólkið sem ég hef kynnst á leiðinni. Takk fyrir mig, Guðjón Valur Well, it s come to that time in my career that all athletes reach eventually. After 25 years at the senior level and 21 years in the national team, I ve decided to retire. At this point in my life I would like to thank all of those who have stood by me through thick and thin. Teammates, coaches, doctors, physios, team managers, supporters and all the others, including opponents. Last but not least I would like to thank my family, especially my wife and children. Þóra, Ína, Jóna and Jason, you have made this all worthwhile all these years. Handball has opened a world to me few have had the privilege to experience. What remains are the memories, the sweet and the sour, and the people I ve met along the way. Takk, Guðjón Valur A post shared by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on Apr 29, 2020 at 3:28am PDT Handbolti Tímamót KA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson hefur spilaði sinn síðasta handboltaleik en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta að spila en síðasta tímabilið hans var með franska stórliðinu Paris Saint Germain. Guðjón Valur hefur spilað lengur en flestir því hann verður 41 árs í haust. Hann fór út í atvinnumennsku árið 2001 og spilaði því í nítján ár sem atvinnumaður. Guðjón Valur er markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi og enginn hefur tekið þátt í fleiri stórmótum fyrir Íslands hönd. Fyrsti landsleikur hans var árið 1999 og Guðjón spilaði því með íslenska landsliðnu á þremur mismunandi áratugum. Guðjón Valur skoraði alls 1879 mörk í 365 landsleikjum og á heimsmetið yfir flest mörk fyrir landslið. Hann er líka markahæsti leikmaður EM frá upphafi og varð markakóngur á HM í Þýskalandi 2007. Guðjón Valur tók alls þátt í 22 stórmótum fyrir Íslands hönd og skoraði þar 701 mark í 138 leikjum sem er að sjálfsögðu allt met. Guðjón Valur var með á ellefu Evrópumótum, átta heimsmeistaramótum og þremur Ólympíuleikum. Guðjón Valur var í silfurliði Íslands á ÓL í Peking 2008 sem og í bronsliðinu á EM í Austurríki 2010. Guðjón Valur var þrisvar sinnum valinn í úrvalsliðið á stórmóti eða á Ólympíuleikunum í Peking og svo á Evrópumótunum 2012 og 2014. Guðjón Valur hóf ferill sinn hjá Gróttu og spilaði síðan með KA áður en hann fór út í atvinnumennsku í Þýskalandi. Guðjón Valur hefur síðan spilað með mörgum af stærstu klúbbum heims eins og Kiel, Rhein Neckar Löwen, Barcelona og nú síðast Paris Saint Germain. „Handboltinn hefur opnað mér heim sem fáum auðnast og ég hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa þegar ég var ungur gutti í Gróttu. Það sem eftir lifir eru minningarnar, bæði þær sætu og þær sáru, og fólkið sem ég hef kynnst á leiðinni. Takk fyrir mig,“ skrifaði Guðjón Valur meðal annars í færslu sinni sem er bæði á íslensku og á ensku. Guðjón Valur er enn af þeim fáu leikmönnum sem hafa náð því að skora yfir tvö þúsund mörk í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta sem er að flestum talin vera sú sterkasta og sú erfiðasta í heimi. Guðjón Valur skoraði alls 2105 mörk í 459 leikjum í þýsku deildinni fyrir TuSEM Essen, VfL Gummersbach, Rhein-Neckar Löwen og THW Kiel. Guðjón Valur varð alls sjö sinnum landsmeistari, fyrst með AG Kaupmannahöfn í Danmörku 2012 en svo tvisvar þýskur meistari með Kiel (2013, 2014), tvisvar spænskur meistari með Barcelona (2015, 2016), þýskur meistari með Rhein-Neckar Löwen (2017) og loks franskur meistari með Paris Saint-Germain (2020). Guðjón Valur vann einnig Meistaradeildina með Barcelona (2015) og EHF-bikarinn með TUSEM Essen (2005). View this post on Instagram Jæja, það er komið að þeim tímapunkti sem allt íþróttafólk nær á sínum ferli. Eftir 25 ár í meistaraflokki og 21 ár í landsliðinu er loksins kominn tími á að skórnir fari á hilluna. Á svona tímamótum langar mig að þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér í gegnum súrt og sætt. Samherjum, þjálfurum, læknum, sjúkraþjálfurum, liðsstjórum, stuðningsmönnum og öllum hinum, líka mótherjum. Síðast en ekki síst langar mig að þakka fjölskyldu minni fyrir ómetanlegan stuðning og þá sérstaklega konunni minni og börnunum. Þóra, Ína, Jóna og Jason, þið hafið gert það þess virði að standa í þessu í öll þessi ár. Handboltinn hefur opnað mér heim sem fáum auðnast og ég hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa þegar ég var ungur gutti í Gróttu. Það sem eftir lifir eru minningarnar, bæði þær sætu og þær sáru, og fólkið sem ég hef kynnst á leiðinni. Takk fyrir mig, Guðjón Valur Well, it s come to that time in my career that all athletes reach eventually. After 25 years at the senior level and 21 years in the national team, I ve decided to retire. At this point in my life I would like to thank all of those who have stood by me through thick and thin. Teammates, coaches, doctors, physios, team managers, supporters and all the others, including opponents. Last but not least I would like to thank my family, especially my wife and children. Þóra, Ína, Jóna and Jason, you have made this all worthwhile all these years. Handball has opened a world to me few have had the privilege to experience. What remains are the memories, the sweet and the sour, and the people I ve met along the way. Takk, Guðjón Valur A post shared by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on Apr 29, 2020 at 3:28am PDT
Handbolti Tímamót KA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira