Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 11:21 Bukele forseti lýsti yfir neyðarástandi í fangelsum eftir morðöldu í landinu um helgina. Hann birti myndir úr Izalco-fangelsinu í San Salvador þar sem hundruðum fanga var raðað upp á nærbuxunum, þétt upp við hver annan. Sumir þeirra voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir ekki. Á sama tíma boðar ríkisstjórnin tveggja metra fjarlægðarreglu vegna faraldursins. AP/forsetaskrifstofa El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í El Salvador um helgina og sakaði Bukele forseti glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir væru uppteknar vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti forsetinn um hertar aðgerðir í fangelsum landsins, þar sem hann sagði að mörg morðanna hefur verið skipulögð. Félagar í glæpagengjum voru settir í einangrun í fangelsum og Bukele skipaði fyrir um að félagar í mismunandi gengjum yrðu látnir deila fangaklefum til að rjúfa samskiptaleiðir innan gengja innan veggja fangelsanna. Þá heimilaði forsetinn lögreglu og hernum að skjóta meinta glæpamenn til bana ef þörf krefði. Vitni sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við sáu verkamenn sjóða málmplötur yfir hurðir á fangaklefum. „Héðan í frá verða allir klefar með glæpagengjum innsiglaðir. Þeir munu ekki lengur geta séð út úr klefanum. Þetta mun koma í veg fyrir að þeir noti tákn til að hafa samskipti út á ganginn. Þeir verða inni, í myrkrinu, með vinum sínum úr öðrum gengjum,“ sagði Bukele um helgina. Fangar á stuttbuxum beygja sig fyrir framan vopnaða fangaverði í Izalco-fangelsinu. Áætlað er að hátt í 13.000 félagar í glæpagengjum sitji í fangelsum í El Salvador. Gengin hafa haldið landinu í heljargreipum nær allar götur frá því að borgarastríðinu þar lauk árið 1992.AP/forsetaskrifstofa El Salvador „Niðurlægjandi og niðrandi“ Myndir sem forsetinn birti af hundruðum hálfnaktra fanga um helgina stangast þó á við aðgerðir ríkisstjórnar hans til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins með félagsforðun og sóttkví. Erika Guevara, yfirmaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir myndirnar áhyggjuefni. „Við lítum mjög alvarlega á þessar myndir sem eru teknar af fólki sem er svipt frelsi sínu í fangelsum, þetta eru aðstæður þar sem fólk er leitt saman í fangelsisgörðum á niðurlægjandi og niðrandi hátt,“ segir Guevara. Bukele hefur áður virt hæstaréttardóma um að honum beri að virða stjórnarskrá landsins að vettugi og beitt hernum fyrir sig til að hóta þinginu. Forsetinn hefur vísað allri gagnrýni á bug með þeim rökum að honum beri skylda til að vernda landsmenn og sakað forvera sína í embætti um spillingu. José Miguel Vivanco, forstjóri Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir að hætta sé á að El Salvador verði að valdboðsríki ef heimsveldin láta ekki til sín taka. „Við höfum skyldu til að tryggja að El Salvador verði ekki að öðru einræðisríki,“ segir Vivanco við Reuters-fréttastofuna. Hvorki Bandaríkjastjórn né Evrópusambandið hafa andmælt mannréttindabrotum í El Salvador. Mannréttindavaktin hefur skorað á Samtök Ameríkuríkja að virkja lýðræðissáttmála Ameríkuríkja í El Salvador. Það er aðeins gert þegar Ameríkuríki er talið hafa vikið af braut lýðræðis. El Salvador Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27. apríl 2020 11:31 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í El Salvador um helgina og sakaði Bukele forseti glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir væru uppteknar vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti forsetinn um hertar aðgerðir í fangelsum landsins, þar sem hann sagði að mörg morðanna hefur verið skipulögð. Félagar í glæpagengjum voru settir í einangrun í fangelsum og Bukele skipaði fyrir um að félagar í mismunandi gengjum yrðu látnir deila fangaklefum til að rjúfa samskiptaleiðir innan gengja innan veggja fangelsanna. Þá heimilaði forsetinn lögreglu og hernum að skjóta meinta glæpamenn til bana ef þörf krefði. Vitni sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við sáu verkamenn sjóða málmplötur yfir hurðir á fangaklefum. „Héðan í frá verða allir klefar með glæpagengjum innsiglaðir. Þeir munu ekki lengur geta séð út úr klefanum. Þetta mun koma í veg fyrir að þeir noti tákn til að hafa samskipti út á ganginn. Þeir verða inni, í myrkrinu, með vinum sínum úr öðrum gengjum,“ sagði Bukele um helgina. Fangar á stuttbuxum beygja sig fyrir framan vopnaða fangaverði í Izalco-fangelsinu. Áætlað er að hátt í 13.000 félagar í glæpagengjum sitji í fangelsum í El Salvador. Gengin hafa haldið landinu í heljargreipum nær allar götur frá því að borgarastríðinu þar lauk árið 1992.AP/forsetaskrifstofa El Salvador „Niðurlægjandi og niðrandi“ Myndir sem forsetinn birti af hundruðum hálfnaktra fanga um helgina stangast þó á við aðgerðir ríkisstjórnar hans til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins með félagsforðun og sóttkví. Erika Guevara, yfirmaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir myndirnar áhyggjuefni. „Við lítum mjög alvarlega á þessar myndir sem eru teknar af fólki sem er svipt frelsi sínu í fangelsum, þetta eru aðstæður þar sem fólk er leitt saman í fangelsisgörðum á niðurlægjandi og niðrandi hátt,“ segir Guevara. Bukele hefur áður virt hæstaréttardóma um að honum beri að virða stjórnarskrá landsins að vettugi og beitt hernum fyrir sig til að hóta þinginu. Forsetinn hefur vísað allri gagnrýni á bug með þeim rökum að honum beri skylda til að vernda landsmenn og sakað forvera sína í embætti um spillingu. José Miguel Vivanco, forstjóri Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir að hætta sé á að El Salvador verði að valdboðsríki ef heimsveldin láta ekki til sín taka. „Við höfum skyldu til að tryggja að El Salvador verði ekki að öðru einræðisríki,“ segir Vivanco við Reuters-fréttastofuna. Hvorki Bandaríkjastjórn né Evrópusambandið hafa andmælt mannréttindabrotum í El Salvador. Mannréttindavaktin hefur skorað á Samtök Ameríkuríkja að virkja lýðræðissáttmála Ameríkuríkja í El Salvador. Það er aðeins gert þegar Ameríkuríki er talið hafa vikið af braut lýðræðis.
El Salvador Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27. apríl 2020 11:31 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27. apríl 2020 11:31