Berbatov rifjar upp sársaukafullt símtal frá Ferguson fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2011 Anton Ingi Leifsson skrifar 28. apríl 2020 08:30 Dimitar Berbatov. Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Manchester United, var ekki í leikmannahópi United er liðið mætti Barcelona í úrslitaleiknum 2011. Hann rifjaði upp símtalið sem hann fékk frá Sir Alex Ferguson fyrir leikinn í samtali við talkSport. Búlgarinn hafði spilað ansi vel á leiktíðinni. Hann hafði skorað tuttugu mörk í deildinni en hafði ekki skorað í þeim sjö Evrópuleikjum sem hann hafði spilað. Sir Alex ákvað því að byrja með Wayne Rooney og Javier Hernandez og geyma Michael Owen á bekknum en Berbatov utan hóps. „Þetta var rétt fyrir leikinn og hann hringdi í mig og sagði: Berba, þetta er að drepa mig en ég verð að skilja þig eftir,“ sagði Berbatov en United endaði á því að tapa leiknum 3-1. Berbatov on "painful" phone call from Ferguson before Champions League final https://t.co/3jawQ4PWsh pic.twitter.com/2yGYWQYBou— Mirror Football (@MirrorFootball) April 27, 2020 „Svona var það og þetta var sársaukafullt því ég var markaskorari liðsins og markahæstur í úrvalsdeildinni. Ég var hissa því ég var með það mikið sjálfstraust að ég hélt að ef ég myndi skjóta hvaðan sem er, þá myndi boltinn fara inn. Svo ég var hissa en þannig var þetta bara.“ Síðar meir hefur Ferguson rætt um þetta atvik en hann sagði meðal annars í viðtali við MUTV að hann vilji sjá breytingar á reglugerðinni. „Ég skildi Berbatov eftir og hann tók því illa. Hann átti það heldur ekki skilið. Enginn leikmaður á skilið að vera utan hóps í úrslitaleiknum. Það er þess vegna sem við reynum að berjast fyrir því á þessum Evrópuþingum að fá ellefu menn á bekkinn í úrslitaleiknum,“ sagði Ferguson. Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Manchester United, var ekki í leikmannahópi United er liðið mætti Barcelona í úrslitaleiknum 2011. Hann rifjaði upp símtalið sem hann fékk frá Sir Alex Ferguson fyrir leikinn í samtali við talkSport. Búlgarinn hafði spilað ansi vel á leiktíðinni. Hann hafði skorað tuttugu mörk í deildinni en hafði ekki skorað í þeim sjö Evrópuleikjum sem hann hafði spilað. Sir Alex ákvað því að byrja með Wayne Rooney og Javier Hernandez og geyma Michael Owen á bekknum en Berbatov utan hóps. „Þetta var rétt fyrir leikinn og hann hringdi í mig og sagði: Berba, þetta er að drepa mig en ég verð að skilja þig eftir,“ sagði Berbatov en United endaði á því að tapa leiknum 3-1. Berbatov on "painful" phone call from Ferguson before Champions League final https://t.co/3jawQ4PWsh pic.twitter.com/2yGYWQYBou— Mirror Football (@MirrorFootball) April 27, 2020 „Svona var það og þetta var sársaukafullt því ég var markaskorari liðsins og markahæstur í úrvalsdeildinni. Ég var hissa því ég var með það mikið sjálfstraust að ég hélt að ef ég myndi skjóta hvaðan sem er, þá myndi boltinn fara inn. Svo ég var hissa en þannig var þetta bara.“ Síðar meir hefur Ferguson rætt um þetta atvik en hann sagði meðal annars í viðtali við MUTV að hann vilji sjá breytingar á reglugerðinni. „Ég skildi Berbatov eftir og hann tók því illa. Hann átti það heldur ekki skilið. Enginn leikmaður á skilið að vera utan hóps í úrslitaleiknum. Það er þess vegna sem við reynum að berjast fyrir því á þessum Evrópuþingum að fá ellefu menn á bekkinn í úrslitaleiknum,“ sagði Ferguson.
Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira