Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 14:05 Johnson er kominn aftur til starfa en hann lá um tíma inni á gjörgæsludeild sjúkrahúss í London með Covid-19. Vísir/EPA Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. Johnson hélt sinn fyrsta blaðamannfund frá því að hann kom aftur til starfa eftir að hafa um tíma verið þungt haldinn af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í morgun. Þar lagði hann áherslu á að takmörkunum vegna faraldursins yrði ekki aflétt of fljótt. „Við getum einfaldlega ekki greint frá því núna hversu hratt eða hægt eða jafnvel hvenær þessar breytingar verða gerðar þó að ríkisstjórnin muni klárlega segja mun meira um þetta á næstu dögum,“ sagði Johnson. Hætta væri á annarri bylgju faraldursins með fleiri dauðsföllum og efnahagslegum hörmungum yrði ekki farið varlega í næstu skref. Biðlaði forsætisráðherrann til þjóðarinnar um að sýna þolinmæði áfram. „Ég veit að þetta er erfitt. Ég vil koma hagkerfinu í gang eins fljótt og ég get. Ég neita hins vegar að kasta í burtu fórn bresku þjóðarinnar,“ sagði hann. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa farið hvað verst út úr faraldrinum til þessa. Rúmlega 20.700 manns hafa látist á sjúkrahúsum. Daglegum dauðsföllum virðist þó farið að fækka. Talið er að raunverulegt mannfall sé töluvert hærra þar sem tölur frá hjúkrunarheimilum liggja enn ekki fyrir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vegna faraldursins og aðgerðanna til að stemma stigu við honum hefur atvinnuleysi stóraukist og kreppa stendur fyrir dyrum. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast hægt við faraldrinum. Johnson vildi í fyrstu ekki skipa fyrir um útgöngubann og aðrar takmarkanir en snerist síðar hugur þegar spálíkön bentu til þess að hundruð þúsunda manna gætu látið lífið án aðgerða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37 Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. Johnson hélt sinn fyrsta blaðamannfund frá því að hann kom aftur til starfa eftir að hafa um tíma verið þungt haldinn af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í morgun. Þar lagði hann áherslu á að takmörkunum vegna faraldursins yrði ekki aflétt of fljótt. „Við getum einfaldlega ekki greint frá því núna hversu hratt eða hægt eða jafnvel hvenær þessar breytingar verða gerðar þó að ríkisstjórnin muni klárlega segja mun meira um þetta á næstu dögum,“ sagði Johnson. Hætta væri á annarri bylgju faraldursins með fleiri dauðsföllum og efnahagslegum hörmungum yrði ekki farið varlega í næstu skref. Biðlaði forsætisráðherrann til þjóðarinnar um að sýna þolinmæði áfram. „Ég veit að þetta er erfitt. Ég vil koma hagkerfinu í gang eins fljótt og ég get. Ég neita hins vegar að kasta í burtu fórn bresku þjóðarinnar,“ sagði hann. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa farið hvað verst út úr faraldrinum til þessa. Rúmlega 20.700 manns hafa látist á sjúkrahúsum. Daglegum dauðsföllum virðist þó farið að fækka. Talið er að raunverulegt mannfall sé töluvert hærra þar sem tölur frá hjúkrunarheimilum liggja enn ekki fyrir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vegna faraldursins og aðgerðanna til að stemma stigu við honum hefur atvinnuleysi stóraukist og kreppa stendur fyrir dyrum. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast hægt við faraldrinum. Johnson vildi í fyrstu ekki skipa fyrir um útgöngubann og aðrar takmarkanir en snerist síðar hugur þegar spálíkön bentu til þess að hundruð þúsunda manna gætu látið lífið án aðgerða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37 Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59
Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37
Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46