Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 14:05 Johnson er kominn aftur til starfa en hann lá um tíma inni á gjörgæsludeild sjúkrahúss í London með Covid-19. Vísir/EPA Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. Johnson hélt sinn fyrsta blaðamannfund frá því að hann kom aftur til starfa eftir að hafa um tíma verið þungt haldinn af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í morgun. Þar lagði hann áherslu á að takmörkunum vegna faraldursins yrði ekki aflétt of fljótt. „Við getum einfaldlega ekki greint frá því núna hversu hratt eða hægt eða jafnvel hvenær þessar breytingar verða gerðar þó að ríkisstjórnin muni klárlega segja mun meira um þetta á næstu dögum,“ sagði Johnson. Hætta væri á annarri bylgju faraldursins með fleiri dauðsföllum og efnahagslegum hörmungum yrði ekki farið varlega í næstu skref. Biðlaði forsætisráðherrann til þjóðarinnar um að sýna þolinmæði áfram. „Ég veit að þetta er erfitt. Ég vil koma hagkerfinu í gang eins fljótt og ég get. Ég neita hins vegar að kasta í burtu fórn bresku þjóðarinnar,“ sagði hann. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa farið hvað verst út úr faraldrinum til þessa. Rúmlega 20.700 manns hafa látist á sjúkrahúsum. Daglegum dauðsföllum virðist þó farið að fækka. Talið er að raunverulegt mannfall sé töluvert hærra þar sem tölur frá hjúkrunarheimilum liggja enn ekki fyrir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vegna faraldursins og aðgerðanna til að stemma stigu við honum hefur atvinnuleysi stóraukist og kreppa stendur fyrir dyrum. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast hægt við faraldrinum. Johnson vildi í fyrstu ekki skipa fyrir um útgöngubann og aðrar takmarkanir en snerist síðar hugur þegar spálíkön bentu til þess að hundruð þúsunda manna gætu látið lífið án aðgerða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37 Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. Johnson hélt sinn fyrsta blaðamannfund frá því að hann kom aftur til starfa eftir að hafa um tíma verið þungt haldinn af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í morgun. Þar lagði hann áherslu á að takmörkunum vegna faraldursins yrði ekki aflétt of fljótt. „Við getum einfaldlega ekki greint frá því núna hversu hratt eða hægt eða jafnvel hvenær þessar breytingar verða gerðar þó að ríkisstjórnin muni klárlega segja mun meira um þetta á næstu dögum,“ sagði Johnson. Hætta væri á annarri bylgju faraldursins með fleiri dauðsföllum og efnahagslegum hörmungum yrði ekki farið varlega í næstu skref. Biðlaði forsætisráðherrann til þjóðarinnar um að sýna þolinmæði áfram. „Ég veit að þetta er erfitt. Ég vil koma hagkerfinu í gang eins fljótt og ég get. Ég neita hins vegar að kasta í burtu fórn bresku þjóðarinnar,“ sagði hann. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa farið hvað verst út úr faraldrinum til þessa. Rúmlega 20.700 manns hafa látist á sjúkrahúsum. Daglegum dauðsföllum virðist þó farið að fækka. Talið er að raunverulegt mannfall sé töluvert hærra þar sem tölur frá hjúkrunarheimilum liggja enn ekki fyrir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vegna faraldursins og aðgerðanna til að stemma stigu við honum hefur atvinnuleysi stóraukist og kreppa stendur fyrir dyrum. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast hægt við faraldrinum. Johnson vildi í fyrstu ekki skipa fyrir um útgöngubann og aðrar takmarkanir en snerist síðar hugur þegar spálíkön bentu til þess að hundruð þúsunda manna gætu látið lífið án aðgerða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37 Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59
Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37
Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46