Hefði getað gefið Maradona rautt spjald fyrir úrslitaleikinn á HM á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 16:00 Diego Maradona lætur Edgardo Codesal dómara heyra það í úrslitaleik HM 1990. Getty/Mark Leech Úrslitaleikurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á Ítalíu fyrir þrjátíu árum er að mörgum talinn vera lélegasti og grófasti úrslitaleikur sögunnar. Framkoma Maradona og argentínska landsliðið er meðal annars um að kenna. Framkoma fyrirliða argentínska landsliðsins frá því fyrir úrslitaleikinn var líka til algjörar skammar ef marka má nýtt viðtal við dómara leiksins. Diego Maradona átti stórkostlegt heimsmeistaramót í Mexíkó fjórum árum fyrr og vann þá titilinn nánast óstuddur. Nú fjórum árum síðar hafðu argentínska landsliðið komist alla leið í úrslitaleikinn nánast á lukkunni einni saman. Argentína vann heimamenn í ítalska landsliðinu í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum og hafði einnig komist í gegnum átta liða úrslitin þökk sé vítakeppni. Þjóðverjar höfðu slegið út Evrópumeistara Hollendinga og sterkt enskt lið á leið sinni í úrslitaleikinn. Diego Maradona's EXTRAORDINARY behaviour during 1990 World Cup final revealed by beleaguered referee https://t.co/kipbpzP2kQ— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2020 Mörgum að óvörum þá fékk Mexíkómaðurinn Edgardo Codesal að dæma úrslitaleikinn en hann var fæddur í Úrúgvæ og þá var afi hans Argentínumaður. Þetta var erfitt kvöld fyrir Edgardo Codesal sem rak tvo Argentínumenn út af með rautt spjald og Þjóðverjar tryggðu sér svo sigurinn með marki úr vafasamri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Edgardo Codesal endaði á að gefa Maradona gula spjaldið eftir að Andreas Brehme hafði skorað úr vítaspyrnunni og Argentínumenn voru orðnir níu á vellinum. Rauða spjaldið hefði getað farið á loft löngu áður. Codesal hefur nú rifjað upp þessa kvöldstund í Róm og sagt frá samskiptum sínum við einn pirraðann Diego Maradona. „Ég hefði getað rekið hann af velli áður en leikurinn hófst því hann blótaði stanslaust í þjóðsöngvunum,“ sagði Edgardo Codesal í viðtali við úrúgvæska miðilinn Tirando Paredes. „Seinna í leiknum þegar ég rak Monzon af velli með rautt spjald þá kom Maradona til mín, kallaði mig þjóf og sagði að ég væri á launum hjá FIFA,“ sagði Edgardo Codesal. „Ég sá Maradona gera ótrúlega hluti á vellinum en ég sá líka að hnéið hans var stokkbólgið eftir tæklingu,“ sagði Codesal. "Lo pude haber echado antes del comienzo del partido" "Maradona es una de las peores personas que he conocido en mi vida"Edgardo Codesal rompe el silencio sobre la final del Mundial de 1990https://t.co/wt9z1BefVk— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) April 25, 2020 „Sem leikmaður þá var hann sá besti en sem persóna þá var hann ógeðfelldur og ein sú versta sem ég hef kynnst í mínu lífi,“ sagði Edgardo Codesal. Maradona hélt því fram í viðtölum eftir leikinn að Codesal dómari hafi ekki viljað að Argentína myndi vinna leikinn. „Okkar leikmenn hlupu mikið en svo kom þessi maður og eyðilagði allt fyrir okkur,“ sagði Diego Maradona eftir leikinn. Hann hélt áfram. „Þessi maður var hræddur um að leikurinn færi í vítakeppni. Hann vildi gleðja ítalska fólkið. Hann rak Monzon af velli fyrir venjulega tæklingu og skáldaði síðan vítaspyrnu á okkur.“ "Para mí, Maradona es despreciable". Edgardo Codesal reafirma su opinión sobre Diego Maradona. https://t.co/yJMxTQWPXP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) April 26, 2020 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Úrslitaleikurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á Ítalíu fyrir þrjátíu árum er að mörgum talinn vera lélegasti og grófasti úrslitaleikur sögunnar. Framkoma Maradona og argentínska landsliðið er meðal annars um að kenna. Framkoma fyrirliða argentínska landsliðsins frá því fyrir úrslitaleikinn var líka til algjörar skammar ef marka má nýtt viðtal við dómara leiksins. Diego Maradona átti stórkostlegt heimsmeistaramót í Mexíkó fjórum árum fyrr og vann þá titilinn nánast óstuddur. Nú fjórum árum síðar hafðu argentínska landsliðið komist alla leið í úrslitaleikinn nánast á lukkunni einni saman. Argentína vann heimamenn í ítalska landsliðinu í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum og hafði einnig komist í gegnum átta liða úrslitin þökk sé vítakeppni. Þjóðverjar höfðu slegið út Evrópumeistara Hollendinga og sterkt enskt lið á leið sinni í úrslitaleikinn. Diego Maradona's EXTRAORDINARY behaviour during 1990 World Cup final revealed by beleaguered referee https://t.co/kipbpzP2kQ— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2020 Mörgum að óvörum þá fékk Mexíkómaðurinn Edgardo Codesal að dæma úrslitaleikinn en hann var fæddur í Úrúgvæ og þá var afi hans Argentínumaður. Þetta var erfitt kvöld fyrir Edgardo Codesal sem rak tvo Argentínumenn út af með rautt spjald og Þjóðverjar tryggðu sér svo sigurinn með marki úr vafasamri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Edgardo Codesal endaði á að gefa Maradona gula spjaldið eftir að Andreas Brehme hafði skorað úr vítaspyrnunni og Argentínumenn voru orðnir níu á vellinum. Rauða spjaldið hefði getað farið á loft löngu áður. Codesal hefur nú rifjað upp þessa kvöldstund í Róm og sagt frá samskiptum sínum við einn pirraðann Diego Maradona. „Ég hefði getað rekið hann af velli áður en leikurinn hófst því hann blótaði stanslaust í þjóðsöngvunum,“ sagði Edgardo Codesal í viðtali við úrúgvæska miðilinn Tirando Paredes. „Seinna í leiknum þegar ég rak Monzon af velli með rautt spjald þá kom Maradona til mín, kallaði mig þjóf og sagði að ég væri á launum hjá FIFA,“ sagði Edgardo Codesal. „Ég sá Maradona gera ótrúlega hluti á vellinum en ég sá líka að hnéið hans var stokkbólgið eftir tæklingu,“ sagði Codesal. "Lo pude haber echado antes del comienzo del partido" "Maradona es una de las peores personas que he conocido en mi vida"Edgardo Codesal rompe el silencio sobre la final del Mundial de 1990https://t.co/wt9z1BefVk— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) April 25, 2020 „Sem leikmaður þá var hann sá besti en sem persóna þá var hann ógeðfelldur og ein sú versta sem ég hef kynnst í mínu lífi,“ sagði Edgardo Codesal. Maradona hélt því fram í viðtölum eftir leikinn að Codesal dómari hafi ekki viljað að Argentína myndi vinna leikinn. „Okkar leikmenn hlupu mikið en svo kom þessi maður og eyðilagði allt fyrir okkur,“ sagði Diego Maradona eftir leikinn. Hann hélt áfram. „Þessi maður var hræddur um að leikurinn færi í vítakeppni. Hann vildi gleðja ítalska fólkið. Hann rak Monzon af velli fyrir venjulega tæklingu og skáldaði síðan vítaspyrnu á okkur.“ "Para mí, Maradona es despreciable". Edgardo Codesal reafirma su opinión sobre Diego Maradona. https://t.co/yJMxTQWPXP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) April 26, 2020
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira