Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 11:31 Mynd sem forsetaembætti El Salvador gaf út sem sýnir grímuklæddan fangavörð fylgjast með reglulegu eftirliti með föngum í hámarksöryggisfangelsi í Zacatecoluca á laugardag. Vísir/EPA Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. Morðtíðnin í El Salvador er ein sú hæsta á byggðu bóli. Helsta loforð Nayib Bukele var að lækka hana þegar hann var kjörinn forseti í fyrra. Blóðbaðið hélt þó áfram um helgina. Á föstudag var tilkynnt um 24 morð, þau flestu á einum degi frá því að Bukele tók við embætti í júní. Síðdegis á sunnudag höfðu 29 morð bæst við, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bukele brást við morðöldunni með því að heimila lögreglu og hernum að skjóta glæpamenn til bana. Þá voru fangelsaðir félagar í glæpagengjum settir í einangrun með þeim rökum að fyrirmæli um mörg morðin hafi verið gefin í fangelsum landsins. Forsetinn boðar fleiri aðgerðir til að stöðva ofbeldið. Hótar hann því að fangar úr mismunandi gengjum verði látnir deila fangaklefum. Osiris Luna, dómsmálaráðherra, segir að því sé ætlað að takmarka samskipti á milli félaga í sömu gengjum innan veggja fangelsanna og koma í veg fyrir að þeir geti skipulagt ofbeldisverk utan þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt ríki heims til þess að sleppa föngum í áhættuhópi til að draga úr álagi og smithættu í yfirfullum fangelsum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) El Salvador Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. Morðtíðnin í El Salvador er ein sú hæsta á byggðu bóli. Helsta loforð Nayib Bukele var að lækka hana þegar hann var kjörinn forseti í fyrra. Blóðbaðið hélt þó áfram um helgina. Á föstudag var tilkynnt um 24 morð, þau flestu á einum degi frá því að Bukele tók við embætti í júní. Síðdegis á sunnudag höfðu 29 morð bæst við, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bukele brást við morðöldunni með því að heimila lögreglu og hernum að skjóta glæpamenn til bana. Þá voru fangelsaðir félagar í glæpagengjum settir í einangrun með þeim rökum að fyrirmæli um mörg morðin hafi verið gefin í fangelsum landsins. Forsetinn boðar fleiri aðgerðir til að stöðva ofbeldið. Hótar hann því að fangar úr mismunandi gengjum verði látnir deila fangaklefum. Osiris Luna, dómsmálaráðherra, segir að því sé ætlað að takmarka samskipti á milli félaga í sömu gengjum innan veggja fangelsanna og koma í veg fyrir að þeir geti skipulagt ofbeldisverk utan þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt ríki heims til þess að sleppa föngum í áhættuhópi til að draga úr álagi og smithættu í yfirfullum fangelsum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) El Salvador Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira