Sport

Vongóður um að Íslendingur muni keppa í Ally Pally innan örfárra ára

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Páll Sævar Guðjónsson, Röddin.
Páll Sævar Guðjónsson, Röddin. Vísir/Skjáskot

Boðsmót Stöðvar 2 Sport í pílukasti fór fram um helgina þar sem átta fremstu píluspilarar landsins spreyttu sig fyrir framan myndavélina.

Páll Sævar Guðjónsson, Röddin, sá um að lýsa mótinu en hann hefur farið á kostum við lýsingar á HM í pílukasti á Stöð 2 Sport undanfarin ár. Þar er stærsta sviðið í pílukastheiminum þar sem keppt er í Alexandra Palace í London.

Páll er mikill áhugamaður um pílukast og fullur af fróðleik. Hann ræddi við Stefán Árna Pálsson eftir að mótinu lauk þar sem hann hrósaði meðal annars yngstu keppendum mótsins, þeim Alexander Þorvaldssyni og Axeli Mána Péturssyni.

„Fólk á að leggja nöfn þessara tveggja drengja á minnið af því að þessir strákar eiga eftir að ná langt.  Það er vonandi að við fáum að sjá þessa stráka á sviðinu í Ally Pally (Alexandra Palace) innan einhverra ára. Það er minn draumur,“ segir Páll Sævar.

Páll kvaðst ánægður með mótið en Matthías Örn Friðriksson stóð uppi sem sigurvegari.

„Þetta var frábært kvöld. Það er svo gaman að sjá framfarirnar hjá keppendum, bara síðan að Covid faraldurinn hófst. Þau eru bara búin að vera heima í skúr að kasta í 3-4 tíma á dag.“

Spjall þeirra Stefáns og Páls má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Boðsmót S2S í pílukasti - Páll Sævar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×