Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2020 23:26 Fjölmiðlar í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku munu geta sótt um ríkisaðstoð vegna auglýsingataps á tímum kórónuveirunnar. Olga Iacovlenco Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins svarar til um 3,7 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna hruns í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. Aðgerðirnar ná til dagblaða, vefmiðla, vikublaða, útvarpsstöðva, tímarita og fagblaða. Séu miðlarnir skráðir á vef fjölmiðlanefndar er hægt að sækja um bætur. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi samkomubönn hafa mjög mikil áhrif á alls kyns rekstur. Lítil umsvif gefur ekki tilefni til að auglýsa starfsemi sína og finna fjölmiðlar um heim allan fyrir áhrifunum. Um er að ræða bætur að hámarki 60 prósent af tekjumissi fjölmiðils hafi niðursveiflan vegna kórónuveirunnar verið 30-50 prósent. Hafi niðursveiflan verið 50-100 prósent bætir ríkið 80 prósent tapsins. Tímabilið sem björgunarpakkinn nær til er frá 9. mars til 8. júní. Jesper Rosener, formaður Blaðamannafélags Danmerkur, er ánægður með niðurstöðuna. Viðræður félagsins við stjórnvöld hafa verið eldfimar að því er fram kemur í frétt DR. Rosener segir blaðamenn og þeirra störf aldrei hafa verið mikilvægari, að upplýsa borgara um kórónuveirufaraldurinn, ástæður hans og afdrif bæði í heimalandinu og erlendis. Blaðamenn geti nú hætt að óttast um störf sín og sinnt þeim af kappi. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins svarar til um 3,7 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna hruns í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. Aðgerðirnar ná til dagblaða, vefmiðla, vikublaða, útvarpsstöðva, tímarita og fagblaða. Séu miðlarnir skráðir á vef fjölmiðlanefndar er hægt að sækja um bætur. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi samkomubönn hafa mjög mikil áhrif á alls kyns rekstur. Lítil umsvif gefur ekki tilefni til að auglýsa starfsemi sína og finna fjölmiðlar um heim allan fyrir áhrifunum. Um er að ræða bætur að hámarki 60 prósent af tekjumissi fjölmiðils hafi niðursveiflan vegna kórónuveirunnar verið 30-50 prósent. Hafi niðursveiflan verið 50-100 prósent bætir ríkið 80 prósent tapsins. Tímabilið sem björgunarpakkinn nær til er frá 9. mars til 8. júní. Jesper Rosener, formaður Blaðamannafélags Danmerkur, er ánægður með niðurstöðuna. Viðræður félagsins við stjórnvöld hafa verið eldfimar að því er fram kemur í frétt DR. Rosener segir blaðamenn og þeirra störf aldrei hafa verið mikilvægari, að upplýsa borgara um kórónuveirufaraldurinn, ástæður hans og afdrif bæði í heimalandinu og erlendis. Blaðamenn geti nú hætt að óttast um störf sín og sinnt þeim af kappi.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira