Dr. Ögmundur stýrir Fiskistofu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 14:10 Dr. Ögmundur Knútsson Ögmundur Knútsson hefur verið skipaður Fiskistofustjóri til næstu fimm ára. Hann var talinn hæfastur þeirra nítján sem sóttu um starfið. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hefur verið settur Fiskistofustjóri frá því í mars eftir að Eyþór Björnsson sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári. Ögmundur tekur við stjórnartaumunum um mánaðamótin. Gustað hefur um Fiskistofu undanfarin ár, ekki síst vegna ákvörðunar þáverandi sjávarútvegsráðherra að flytja stofnunina til Akureyrar í ársbyrjun 2016. Ögmundur þekkir vel til á Akureyri en hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, meistaragráðu í sömu grein frá Háskólanum í Edinborg ásamt því að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla. Doktorsverkefni hans fjallaði um stjórnun á samstarfi í íslenskum sjávarútvegi með áherslu á þróun sölusamtakanna. Þá hefur Ögmundur starfað hjá Háskólanum á Akureyri frá árinu 1994, m.a. sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og starfsþróunar á árunum 2001 til 2006, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar háskólans 2006 til 2007 og deildarforseti á árunum 2015-2017. Þá sinnti hann kennslu og rannsóknum við skólann og hafa rannsóknir hans tengst sjávarútvegi hér á landi og erlendis. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins vegna skipunar Ögmundar segir jafnframt að hann hafi á undanförnum mánuðum starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og unnið að verkefnum tengdum sjávarútvegi meðal annars í Albaníu og Víetnam. Fjögur hæfust Sem fyrr segir sóttu 19 um embættið. Hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur vel hæfa til þess að gegna því að sögn sjávarútvegsráðuneytisins. Þessum fjórum var síðan boðaði í viðtal. Eftirfarandi klausa er sögð vera úr umsögn hæfnisnefndar: Ögmundur hefur öðlast víðtæka háskólamenntun sem nýtist í starfi og menntun og starfsreynslu sem tengist sjávarútvegi og stjórnsýslu á vettvangi háskóla og verkefna sem tengjast þeim störfum. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Ögmundur allar menntunar- og hæfniskröfur vel og telst því vel hæfur til þess að gegna embætti Fiskistofustjóra. Það hafi því verið mat ráðherra að Ögmundur væri hæfastur til að stýra Fiskistofu til næstu fimm ára. Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ögmundur Knútsson hefur verið skipaður Fiskistofustjóri til næstu fimm ára. Hann var talinn hæfastur þeirra nítján sem sóttu um starfið. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hefur verið settur Fiskistofustjóri frá því í mars eftir að Eyþór Björnsson sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári. Ögmundur tekur við stjórnartaumunum um mánaðamótin. Gustað hefur um Fiskistofu undanfarin ár, ekki síst vegna ákvörðunar þáverandi sjávarútvegsráðherra að flytja stofnunina til Akureyrar í ársbyrjun 2016. Ögmundur þekkir vel til á Akureyri en hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, meistaragráðu í sömu grein frá Háskólanum í Edinborg ásamt því að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla. Doktorsverkefni hans fjallaði um stjórnun á samstarfi í íslenskum sjávarútvegi með áherslu á þróun sölusamtakanna. Þá hefur Ögmundur starfað hjá Háskólanum á Akureyri frá árinu 1994, m.a. sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og starfsþróunar á árunum 2001 til 2006, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar háskólans 2006 til 2007 og deildarforseti á árunum 2015-2017. Þá sinnti hann kennslu og rannsóknum við skólann og hafa rannsóknir hans tengst sjávarútvegi hér á landi og erlendis. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins vegna skipunar Ögmundar segir jafnframt að hann hafi á undanförnum mánuðum starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og unnið að verkefnum tengdum sjávarútvegi meðal annars í Albaníu og Víetnam. Fjögur hæfust Sem fyrr segir sóttu 19 um embættið. Hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur vel hæfa til þess að gegna því að sögn sjávarútvegsráðuneytisins. Þessum fjórum var síðan boðaði í viðtal. Eftirfarandi klausa er sögð vera úr umsögn hæfnisnefndar: Ögmundur hefur öðlast víðtæka háskólamenntun sem nýtist í starfi og menntun og starfsreynslu sem tengist sjávarútvegi og stjórnsýslu á vettvangi háskóla og verkefna sem tengjast þeim störfum. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Ögmundur allar menntunar- og hæfniskröfur vel og telst því vel hæfur til þess að gegna embætti Fiskistofustjóra. Það hafi því verið mat ráðherra að Ögmundur væri hæfastur til að stýra Fiskistofu til næstu fimm ára.
Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent