Fyrstu sjálfboðaliðarnir sprautaðir af bóluefni í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2020 22:39 Tveir sjálfboðaliðar voru sprautaðir í dag. AP/Oxford Vísindamenn við Oxford háskólann í Bretlandi gáfu í dag sjálfboðaliðum tilraunabóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Vonast er til þess að prófa bóluefnið á hundruð manna og sjá hvort það sé öruggt og hvort það virkar. Tveir voru sprautaðir í dag og stendur til að sprauta 800 manns áður en tilrauninni lýkur. Helmingur þeirra sem verða sprautaðir fá bóluefnið sem verið er að prófa og hinn helmingurinn fær annað bóluefni sem veldur sambærilegum aukaverkunum eins og lágum hita. Þátttakendur fá ekki að vita hvort bóluefnið þeir fá. Samkvæmt frétt BBC hefur bóluefnið verið í þróun í tæpa þrjá mánuði en forsvarsmenn verkefnisins segjast bjartsýnir á að það muni virka. Vonast er til að niðurstaða liggi fyrir á næstu mánuðum. Sjá einnig: Bretar stefna að bóluefni í september og viðurkennt lyf gegn Covid gæti breytt afstöðu til faraldursins Sama teymi vísindamanna hafði áður þróað bóluefni gegn Mers-veirunni, sem er einnig kórónuveira, með góðum árangri. Bóluefnið var þróað með því að taka prótein úr kórónuveirunni og setja það í aðra skaðlausa veiru. Því er svo sprautað í fólk og eiga ónæmiskerfi þeirra þá að mynda mótefni gegn nýju kórónuveirunni. Verið er að prófa bóluefni víðsvegar um heiminn. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja sérfræðingar þó að þó fyrstu tilraunirnar færu vel, væri minnst ár í að bóluefni gæti verið tekið í almenna notkun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Vísindamenn við Oxford háskólann í Bretlandi gáfu í dag sjálfboðaliðum tilraunabóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Vonast er til þess að prófa bóluefnið á hundruð manna og sjá hvort það sé öruggt og hvort það virkar. Tveir voru sprautaðir í dag og stendur til að sprauta 800 manns áður en tilrauninni lýkur. Helmingur þeirra sem verða sprautaðir fá bóluefnið sem verið er að prófa og hinn helmingurinn fær annað bóluefni sem veldur sambærilegum aukaverkunum eins og lágum hita. Þátttakendur fá ekki að vita hvort bóluefnið þeir fá. Samkvæmt frétt BBC hefur bóluefnið verið í þróun í tæpa þrjá mánuði en forsvarsmenn verkefnisins segjast bjartsýnir á að það muni virka. Vonast er til að niðurstaða liggi fyrir á næstu mánuðum. Sjá einnig: Bretar stefna að bóluefni í september og viðurkennt lyf gegn Covid gæti breytt afstöðu til faraldursins Sama teymi vísindamanna hafði áður þróað bóluefni gegn Mers-veirunni, sem er einnig kórónuveira, með góðum árangri. Bóluefnið var þróað með því að taka prótein úr kórónuveirunni og setja það í aðra skaðlausa veiru. Því er svo sprautað í fólk og eiga ónæmiskerfi þeirra þá að mynda mótefni gegn nýju kórónuveirunni. Verið er að prófa bóluefni víðsvegar um heiminn. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja sérfræðingar þó að þó fyrstu tilraunirnar færu vel, væri minnst ár í að bóluefni gæti verið tekið í almenna notkun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira