Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu.
Í dag klukkan tólf munu leikarar Borgarleikhússins rifja upp lög sem eiga uppruna sinn í íslenskum leikverkum. Gleðistund fyrir alla tónlistar og leikhúsunnendur.
Hægt er að horfa hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, sem er á kerfum Vodafone og Símans og í Stöð 2 appinu.
Framundan í Borgó í beinni
Á fimmtudag klukkan 20 er komið að leiklestri á Tvískinnungi. Á undan verður spjall við Jón Magnús og Ólaf Egil. Á laugardag klukkan 12 les Arnar Dan ævintýrið Þar sem óhemjurnar eru.